Fara í innihald

Impalahjörtur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Impalahjörtur

Heimaríkur impalahjörtur (efst) og hind með kálf (neðst)
Heimaríkur impalahjörtur (efst) og hind með kálf (neðst)
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Klaufdýr (Artiodactyla)
(óraðað) Aepyceros
Ætt: Slíðurhyrningar (Bovidae)
Sundevall, 1847
Undirætt: Aepycerotinae
Gray, 1872
Tegund:
A. melampus

Tvínefni
Aepyceros melampus
(Lichtenstein, 1812)
Samheiti

A. holubi Lorenz, 1894
A. johnstoni Thomas, 1893
A. katangae Lönnberg, 1914
A. pallah (Gervais, 1841)
A. rendilis Lönnberg, 1912
A. typicus Thomas, 1893

Impalahjörtur (fræðiheiti: Aepyceros melampus)[1] er meðalstór antilópa sem fyrirfinnst í austur- og suðurhluta Afríku. Hann er eina tegundin í ættinni Aepyceros og var lýst fyrst fyrir Evrópubúum af þýska dýrafræðingnum Hinrich Lichtenstein árið 1812. Impalahjörtur nær allt að 70–92 cm hæð og vegur 40–76 kg. Feldurinn er gljáandi og rauðbrúnn. Horn hjartarins eru 45–92 cm löng og lýrulaga.

Impalahirtir eru virkastir á daginn. Þeir eru annað hvort hópsæknir eða heimaríkir. Hegðun þeirra ræðst af veðurfari og landslagi. Stökk impalahjarta er einkennandi fyrir tegundina, en þeir stökkva til að bægja frá rándýrum. Impalahirtir bíta eftir mat og éta ýmis grös, ávexti og akasíufræ.

Fengitími impalahjarta stendur yfir árlega í um það bil þrjár vikur undir lok regntímans (sirka maí). Hirtirnir keppast um yfirráð, en hjörturinn sem fer með sigur af hólmi sækist eftir lóða hind. Meðgöngutíminn er sex til sjö mánuðir. Yfirleitt fæðist eingöngu einn kálfur. Kálfarnir sjúga í fjóra til sex mánuði.

Kjörlendi impalahjarta er skógur og skógarjaðrar við grassléttur. Hann heldur sig við vatn.

  1. „Er til íslensk þýðing á „impala" - antilópa og hvað getið þið sagt mér um það dýr?“. Vísindavefurinn. Sótt 4. febrúar 2019.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.