Fara í innihald

Akasía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Akasíur)
Akasía

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales)
Ætt: Belgjurtaætt (Fabaceae)
Undirætt: Caesalpinioideae
Ættkvísl: Acacia
Einkennistegund
Acacia penninervis
DC.
Tegundir

Listi yfir akasíutegundir

Samheiti
 • Adianthum Burm.f. (1768)[1]
 • Acacia sect. Phyllodineae DC. (1825)
 • Phyllodoce Link (1831) non Salisb. (1806)
 • Racosperma Mart. (1835)
 • Cuparilla Raf. (1838)
 • Drepaphyla Raf. (1838)
 • Hecatandra Raf. (1838)
 • Zigmaloba Raf. (1838)
 • Chithonanthus Lehm. (1842)
 • Tetracheilos Lehm. (1848)
 • Arthrosprion Hassk. (1855)
 • Delaportea Thorel ex Gagnep. (1911)

Akasía (fræðiheiti: Acacia) er stór ættkvísl runna og trjáa í undirættinni Mimosoideae sem tilheyrir belgjurtaætt (Fabaceae). Upphaflega náði heitið yfir flokk jurtategunda sem fundust bæði í Afríku og Ástralasíu, en nú hefur það verið takmarkað við ástralasísku tegundirnar sem eru miklu fleiri. Nafnið kemur úr grísku, ἀκακία akakía, sem Pedaníos Díoskúrídes notaði um lyf gert úr laufum og aldinkjöti Vachellia nilotica sem var upprunalega einkennistegund ættkvíslarinnar.[2]

Frumbyggjar Ástralíu hafa safnað fræjum af akasíutrjám og malað þau til að borða eða baka úr. Möluð akasíufræ eru notuð sem krydd í kökur og grillkrydd.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
 1. Kew Science. Acacia Mill. in Plants Of the World Online“.
 2. Vachellia nilotica í Plants of the World online (POWO)
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.