Ilmklungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rubus odoratus
Ilmklungur í Danmörku
Ilmklungur í Danmörku
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Ættkvísl: Rubus
Undirættkvísl: Anoplobatus
Tegund:
R. odoratus

Tvínefni
Rubus odoratus
L.
Samheiti
Synonymy
 • Bossekia odorata (L.) Greene
 • Rubacer columbianum (Millsp.) Rydb.
 • Rubacer odoratum (L.) Rydb.
 • Rubus columbianus (Millsp.) Rydb.
 • Rubus glandulifolius Salisb.
 • Rubus grandifolius Salisb.
 • Rubus quinquelobus Stokes

Rubus odoratus (Ilmklungur) er tegund af Klungurættkvísl, upprunnin úr austur N-Ameríku, frá Nova Scotia vestur til Ontario og Wisconsin, og suður með Appalachia fjöllum allt til Georgíu ríkis og Alabama.[1][2]

Rubus odoratus er runni sem verður að 3 m. hár, með fjölærum stönglum (ekki tvíærum eins og hindber ofl. tegundir ættkvíslarinnar). Einnig, ólíkt flestum skyldum tegundum er hún ekki með þyrna. Lauf óskift, allt að 25 sm, 5-flipótt, hjartalaga við grunninn, sagtennt, dúnhærð á neðra borði. Blómin ilmandi, bleik-purpura (sjaldan hvít), allt að 5 sm í þvermál, í margblóma skúf, bikarblöð odddregin, krónublöð breið, snubbótt. Aldin flöt og breið, rauð eða appelsínugul, með lítil, dúnhærð steinaldin.[3][4][5][6][7]

Ræktun og nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Rubus odoratus er víða ræktuð til skrauts vegna áberandi blómanna og langs blómgunartíma. Það kann best við vægan skugga, næringarríkan og lítið eitt súran jarðveg með hóflegu vatni. Það er búið að ílendast í hlutum Washington ríkis[8] og einnig í Evrópu, sérstaklega í suðaustur Englandi.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Germplasm Resources Information Network: Rubus odoratus Geymt 24 september 2015 í Wayback Machine
 2. Biota of North America Program 2014 county distribution map
 3. 3,0 3,1 C. Stace, R. van der Meijden, I. de Kort, no date. Flora of NW Europe. entry for Rubus odoratus Geymt 11 nóvember 2013 í Wayback Machine
 4. Wildflowers of the Southeastern United States: Rubus odoratus Geymt 27 september 2007 í Wayback Machine
 5. Bioimages: Rubus odoratus Geymt 13 maí 2008 í Wayback Machine
 6. Blanchan, Neltje (2005). Wild Flowers Worth Knowing. Project Gutenberg Literary Archive Foundation.
 7. Flora of North America, Rubus odoratus Linnaeus 1753
 8. USDA Plants Profile: Rubus odoratus Geymt 31 maí 2013 í Wayback Machine
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.