Hverfisveppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hverfisveppur
Þurr hverfisveppur
Þurr hverfisveppur
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungus
Fylking: Kólfsveppir (Basidiomycota)
Flokkur: Kólfsveppaflokkur (Basidiomycetes)
Undirflokkur: Hattsveppasyrpa (Agaricomycetidae)
Ættbálkur: Hattsveppabálkur (Agaricales)
Ætt: Blínusveppsætt (Strophariaceae)
Ættkvísl: Pholiota
Tvínefni
Pholiota mutabilis
(Schaeff.) Singer & A. H. Sm. (1946)
Samheiti

Kuehneromyces mutabilis

Hverfisveppur eða hverfiskrýfa[1] (fræðiheiti: Pholiota mutabilis) er hattsveppur af blínusveppsætt sem vex í klösum, einkum á dauðum trjástubbum í skóglendi. Hatturinn verður 3-6sm í þvermál og stafurinn er langur og mjór með hring. Sveppurinn er ljósbrúnn en neðri hluti stafsins dökkur og flagnaður. Hverfisveppur þykir góður ætisveppur. Aðeins hatturinn er étinn þar sem stafurinn er of seigur. Hins vegar er varasamt að tína þennan svepp vegna þess hve auðvelt er að rugla honum saman við eitraðar tegundir, eins og t.d. hina baneitruðu viðarkveif.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Helgi Hallgrímsson (2010). Sveppabókin. Skrudda. bls. 280. ISBN 978-9979-655-71-8.
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi sveppagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.