Stafur (sveppur)
Útlit
(Endurbeint frá Stafur (sveppir))
Stafur á svepp er heiti á stilknum sem ber uppi sveppahattinn. Líkt og allir vefir sveppsins, nema vefirnir í gróbeðnum, er stafurinn gerður úr ófrjóum sveppþráðum.
Kostirnir við að bera gróbeðinn uppi með staf eru þeir að með meiri hæð geta gróin dreifst lengra. Margir sveppir eru þó ekki með staf, s.s. bikarsveppir, gorkúlur og sótsveppir.
Oft er stafurinn mikilvægur til að greina sveppinn rétt. Eiginleikar sem horft er til eru meðal annars:
- Áferð (trefjóttur, stökkur, harður, seigur, stinnur o.s.frv.)
- Hvort hann er með leifar af fanhulu (eins og hring eða kraga) eða slíður (skálarlaga himnu við rótina).
- Hvort stafir margra sveppa vaxa saman við rótina
- Stærð og lögun
- Hvort stafurinn nái ofaní jörðina og myndi þar eins konar rót.
Til að geta greint alla eiginleika stafsins er mikilvægt að tína sveppinn með því að losa hann eða grafa upp, en ekki skera hann.
Skýringarmyndir sem sýna helstu einkenni stafsins.
-
Ber stafur
-
Kragi
-
Hringur
-
Slíður
-
Hringur og slíður