Fara í innihald

Íslenskar mállýskur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hv-framburður)

Mállýskur eru ekki áberandi í íslensku, Ísland er talið nær mállýskulaust og skiptist ekki greinilega upp í mállýskusvæði. Hins vegar eru til nokkur svæðisbundin framburðarafbrigði.[1]

Svæðisbundin framburðarafbrigði

[breyta | breyta frumkóða]
  • Harðmæli þekkist á Norðurlandi, einkum í Eyjafirði og Þingeyjarsveit. Þegar lokhljóðin p, t, og k koma fyrir í miðju orði eða í lok orðs eru þau borin fram með fráblæstri. Orðið vita er þá borið fram „vitha“ /vɪːtʰa/ en ekki „vida“ /vɪːta/ eins og flestir aðrir landsmenn gera, það kallast linmæli. Harðmæli gerir þó ekki þessi lokhljóð fráblásin ef þau koma á eftir órödduðum hljóðum, allir bera spila fram sem „sbila“ /spɪːla/ en enginn „sphila“ /sɪːla/.[2]
  • Raddaður framburður þekkist á austanverðu Norðurlandi og norðanverðu Austurlandi. Þá er bolti borið fram sem „bol-ti“ /pɔlɪ/ en ekki „bohldi“ /pɔtɪ/ og seinka borið fram sem „sein-ka“ /seiŋa/ en ekki „seihn-ga“ /seiŋ̊ka/.[2]
  • hv-framburður þekkist á Suðurlandi. Flestir Íslendingar bera hvar fram sem „kvar“ /kʰvaːr/, en í hv-framburði er orðið borið fram „h(v)ar“ (/xaːr/, /xvaːr/ eða /aːr/).[2]
  • -, -framburður þekkist á austanverðu Norðurlandi. Þar kemur fram lokhljóð á undan [ð], hafði er þá borið fram „habði“.[2]
  • ngl-framburður þekkist á Norðurlandi. Þar er borið fram lokhljóð í [ngl], líkt og stafsetningin bendir til. Orð eins og dingla er þá borið fram „dín-gla“ /tiŋkla/ en ekki „dínla“ /tiŋla/.[2]
  • rn-, rl-framburður þekkist í Austur-Skaftafellssýslu. Í stað þess að bera barnið fram sem „bardnið“ eða „badnið“, og karlinn fram sem „kardlin“ eða „kadlin“, þá kemur ekkert lokhljóð fyrir og framburðurinn verður „bar-nið“ /parnɪð/ og „kar-lin“ /arlɪn/.[2]
  • Vestfirskur einhljóðaframburður kemur fyrir á Vestfjörðum og notar einhljóð en ekki tvíhljóð á undan sumum nefhljóðum. Orðið banki borið fram sem „ban-ki“ /paɲ̊cɪ/ en ekki „bánki“ /pauɲ̊cɪ/, orðið lengur er borið fram sem „le-ngur“ /lɛŋkʏr/ en ekki „leingur“ /leiŋkʏr/.[2]
  • Skaftfellskur einhljóðaframburður er það einkenni á framburði, að stafirnir a, e, i, o, u, og ö eru bornir fram sem einhljóð á undan „gi“ (t.d. er orðið „lögin“ borið fram sem „lö-jin“ /ˈlœːjɪn/ frekar en „lau-jin“ /ˈlœijɪn/, og „snagi“ er borið fram sem „sdna-ji“ /stnaːjɪ/ en ekki „sdnæ-ji“ /stnaijɪ/).[2] En þessi framburður er á undanhaldi.

Annar framburðarmunur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Flámæli var framburðarbreyting sem varð útbreidd á fyrri hluta 20. aldar á Íslandi, sér í lagi á Vesturlandi og Suðurlandi.[3] Sérhljóðin i og u lækkuðu í framburði svo að vinur hljómaði eins og venör og skyr hljómaði eins og sker, á meðan sérhljóðin e og u hækkuðu í framburði svo að spölur hljómaði eins og spulur.[4]
  • Tvinnhljóðun er nokkuð ný. Þar kemur fram blísturshljóð í orðum eins og tjald og það borið fram sem „tsjald“ /ʦʰjalt/.[2]
  • Yfirlitsgrein um íslenskar mállýskur. Höskuldur Þráinsson og Kristján Árnason.
  • Eiríkur Rögnvaldsson (2013). „Hljóðfræði og hljóðritun“ (PDF).

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Íslenska: í senn forn og ný
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 2,7 2,8 Eiríkur Rögnvaldsson (2013). „Hljóðfræði og hljóðritun“ (PDF).
  3. Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur. 1990.
  4. „Hvað þýðir „hljóðkerfisbreyting" og hvernig er henni háttað í íslensku máli?“. Vísindavefurinn.