Spjall:Íslenskar mállýskur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hvað á greinin að heita?[breyta frumkóða]

„Íslenskar mállýskur“ er ekki endilega besta orðið, þetta eru varla mikið meira en örlítil framburðarafbrigði (sem geta jú alveg talist sem mállýska). En, titlar eins og „Framburðarafbrigði í íslensku“, „Framburðartilbrigði í íslensku“ eru óþjálir og ólíklegt að fólk Gúggli það. Nú man ég ekki alveg hvernig þetta var kennt í grunnskóla.

Er betra að hafa þetta sér grein eða ætti þetta að fara undir Íslenska eða Framburður í íslensku?

Líka, bókin hans Eiríks Rögnvaldssonar er eina ritið sem ég hef fyrir framan mig, ef einhver veit um rit sem ég get kíkt á og notað sem dæmi væri það mjög gott, það er ekki sniðugt að ég geri greinina svona svipaða í uppsetningu (og orðalagi) og bókin hans Eiríks.

Þjarkur (spjall) 23. janúar 2019 kl. 19:31 (UTC)

Fróðlegt að hafa sérgrein, stikla á henni í Íslenskugrein og tengja. Mállýskur á Íslandi er líka hægt að nota eða gera tilvísun í. Er hægt að komast hjá því að nota óþjál orð í lýsingum á sérgrein? --Berserkur (spjall) 23. janúar 2019 kl. 19:39 (UTC)
Mér finnst allt í lagi að nota titilinn „Íslenskar mállýskur“. Eiríkur Rögnvaldsson og Höskuldur Þráinsson eru helstir í þessari grein og þeir notuðu báðir orðið mállýska um íslensku í málvísindaáföngum sem ég tók hjá þeim. Maxí (spjall) 23. janúar 2019 kl. 22:39 (UTC)