Fara í innihald

Tvíhljóð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd:Speech1.jpg
Talfæri

Tvíhljóð eru tegund sérhljóða sem gerð eru úr tveimur einhljóðum, sem borin eru fram hvort í sínu lagi í röð sem gerir það að verkum að hljóðið breytist frá upphafi til enda.[1] Tvíhljóð hefst á sérhljóða en lýkur ei fyrr en talfærin hafa hreyfst og myndað nýtt sérhljóð, fyrra sérhljóðið er ávallt fjarlægara en það seinna.

Tvíhljóðar í íslensku

[breyta | breyta frumkóða]

Tvíhljóð í íslensku eru fimm talsins: æ, ei/ey, au, á og ó.

Samsetningar tvíhljóða

[breyta | breyta frumkóða]
  • a + íæ Hljóðritað: [ai]
  • e + íei[1] Hljóðritað [ɛi]
  • ö + íau Hljóðritað: [øy]/[øi]
  • a + úá[1] Hljóðritað: [au]
  • o + úó[1] Hljóðritað: [ɔu]

Óhefðbundin tvíhljóð

[breyta | breyta frumkóða]

Kom hér fram áður að tvíhljóðin væru aðeins 5, en þá er aðeins átt við hin hefðbundnu tvíhljóð, þ.e.a.s. þau tvíhljóð sem hafa ákveðið rittákn.

Dæmi um óhefðbundin tvíhljóð

[breyta | breyta frumkóða]

Ö-ið í lögin. Þar er Ö borið fram sem au [øy]/[øi].

A-ið í lagið. Þar er A borið fram sem æ [ai].[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Hugtakaskýringar - Málfræði
  2. Óhefðbundin tvíhljóð - old[óvirkur tengill]
Linguistics stub.svg  Þessi málvísindagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.