Fara í innihald

Hvítabirnir á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hvítabirnir lifa ekki að staðaldri á Íslandi en ná stundum að ganga þar á land þegar hafís er nálægt landi.

Þekktar ísbjarnaheimsóknir

[breyta | breyta frumkóða]

Tveir hvítabirnir gengu á land á Íslandi árið 2008. Sá fyrri sást fyrst í Skagafirði þann 3. júní við Miðmundarfell á Skaga. Björninn var felldur sama dag og var sú ákvörðun afar umdeild og olli mikilli fjölmiðlaumfjöllun. Aldursgreining á tönnum hvítabjarnarins sem framkvæmd var af Karli Skírnissyni dýrafræðingi við tilraunastöðina á Keldum, leiddi í ljós að björninn var 22 ára gamalt karldýr og er einn af elstu hvítabjörnum af Grænlandskyni sem vitað er til að hafi verið vegnir. Hann var einnig smitaður af tríkínum, sníkjudýri sem leggst á hvítabjarnarstofninn, en sníkjudýrið dregur úr hreyfigetu dýrsins.[1] Björninn var stoppaður upp og hefur undanfarin ár verið vistaður á Náttúrustofu Norðurlands vestra og í Minjahúsinu á Sauðárkróki.

Seinni björninn þetta ár sást í æðarvarpi við bæinn Hraun á Skaga þann 16. júní 2008. Karen Helga Steinsdóttir, 12 ára heimasæta á Hrauni II, varð fyrst manna vör við björninn.[2] Annar björn hafði verið skotinn nokkrum dögum áður við Þverárfjallsveg milli Sauðárkróks og Skagastrandar. Reynt var að svæfa björninn við Hraun með deyfilyfjum til að flytja hann til Grænlands. Fjárfestingafyrirtækið Novator bauðst til þess að kosta björgunina.[3] Í því skyni var sérfræðingur fenginn frá Danmörku og fór hann á slóðir bjarnarins þann 17. júní. Hann hafði ekki erindi sem erfiði: Til að svæfa björn þarf að komast í 30 metra færi, en björninn fældist mannaferðirnar og þegar hann virtist ætla að leggja til sunds þóttust menn ekki hafa önnur úrræði en að bana honum. Hann féll fyrir tveim riffilkúlum. Þegar hræið var skoðað kom í ljós að þetta var birna, særð í bógkrikum eftir sjóvolk og sundafrek, og glorhungruð.[4] Hún var í fyrstu talin vera á miðjum aldri, en í nóvember sýndu rannsóknaniðurstöður að hún var háöldruð, talin vera 22 ára.

Þann 2. maí árið 2011 sást ísbjörn í Hælavík á Hornströndum.[5] Hann var felldur sama dag í Rekavík bak Höfn.[6]

Sumarið 2016 kom hvítabjörn á Skaga.[7]

Haustið 2024 kom ísbjörn nálægt sumarhúsi við Jökulfirði[8] og var felldur sama dag.[9][10][11] Björninn var ung birna.[12]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Þverárfjallsbjörninn smitaður af þráðormi Morgunblaðið
  2. „Varð dauðhrædd þegar ég sá björninn“ Morgunblaðið
  3. Novator vill greiða fyrir björgun ísbjarnar Morgunblaðið
  4. Eini kosturinn í stöðunni að aflífa dýrið Morgunblaðið
  5. „Ísbjörn á Hornströndum“. www.mbl.is. Morgunblaðið. 2. maí 2011. Sótt 20. september 2024.
  6. „Enn einn ísbjörninn felldur“. Fréttablaðið. 3. maí 2011. Sótt 20. september 2024 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  7. Synti birnan til Íslands? Mbl, sótt 20/9 2024
  8. Kona á níræðisaldri sá björninn í 3 metra fjarlægð Vísir, sótt 20/9 2024
  9. Vésteinn Örn Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason (19. september 2024). „Hvíta­björninn felldur: Forðaði sér inn og sendi skila­boð á dóttur sína“. Vísir. Sótt 7. október 2024.
  10. Elínborg Una Einarsdóttir (19. september 2024). „„Þegar við lítum til baka þá stendur hann við húsið". mbl.is. Sótt 7. október 2024.
  11. Elínborg Una Einarsdóttir (19. september 2024). „Eina leiðin var að fella björninn“. mbl.is. Sótt 7. október 2024.
  12. Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson (20. september 2024). „Búið að taka sýni úr ungu birnunni“. Vísir. Sótt 7. október 2024.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]

Fréttir RÚV af málinu 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Fréttir Mbl.is af málinu 2008

[breyta | breyta frumkóða]