Þurrkar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eyðimörk í Mexíkó sem er í þurrkum

Þurrkar eru tímabil þar sem forði vatns á ákveðnu landfræðilegu svæði er töluvert minni en það sem þörf er á. Með öðrum orðum, ekki er til nóg vatn til að uppfylla kröfur jurta, dýra og manna. Þurrkar geta verið tímabundnir, tengdir veðurfari eða gangi árstíða, eða staðið yfir í nokkur ár eða áratugi. Langvarandi hiti geta versnað þurrka töluvert því hann stuðlar að hraðari uppgufun vatns.

Helsta orsök þurrka er ónóg úrkoma, fyrirbæri sem heitir veðurfræðilegir þurrkar, sem geta leitt til vatnafræðilegra þurrka ef þeir standa yfir í lengra tímabil. Vatnafræðilegir þurrkar einkennast af ójafnvægi á eðlilegum jarðvatnsbirgðum og eftirspurn eftir vatn.

Jurtir svo sem kaktusar hafa aðlagast þurrkum með smærri laufblöðum og vaxkenndu lagi á ytra yfirborði sínu. Aðrar jurtir geta lifað lengri þurrka af ef fræin þeirra grafast. Í gegnum söguna hafa þurrkar leitt til fólksflutninga og mannúðarmála.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.