Fara í innihald

Hugleiðingar um frumspeki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hugleiðingar um frumspeki.

Hugleiðingar um frumspeki eða Meditationes de Prima Philosophia (undirtitill: þar sem færðar eru sönnur á tilveru Guðs og greinarmun sálar og líkama, eða in qua Dei existentia et animae immortalitas demonstratur) er heimspekilegt ritverk eftir franska heimspekinginn René Descartes. Ritið kom fyrst út á latínu árið 1641. Frönsk þýðing eftir hertogann af Luynes, unnin í samvinnu við Descartes, kom út árið 1647 undir titlinum Méditations Metaphysiques. Ritið samanstendur af sex hugleiðingum, þar sem Descartes hafnar fyrst trú sinni á alla hluti sem hann getur ekki verið fullkomlega viss um og reynir svo að sýna fram á hvað hann getur vitað með vissu.

Í Hugleiðingunum er að finna ítarlegustu framsetningu Descartes á frumspeki sinni, sem er ítarlegri og lengri umfjöllun um efni fjórða kafla bókar hans Orðræðu um aðferð sem kom fyrst út árið 1637. Descartes fjallar einnig um frumspeki í ritinu Lögmál heimspekinnar frá árinu 1644, sem hann samdi sem einskonar inngangsrit um heimspeki.

Hugleiðingarnar[breyta | breyta frumkóða]

 • Fyrsta hugleiðing: Um það sem hægt er að draga í efa
 • Önnur hugleiðing: Um eðli mannshugans, sem er auðþekkjanlegri en líkaminn
 • Þriðja hugleiðing: Um tilveru Guðs
 • Fjórða hugleiðing: Um sannleika og ósannindi
 • Fimmta hugleiðing: Um eðli efnislegra hluta og meira um tilveru Guðs
 • Sjötta hugleiðing: Um tilveru efnislegra hluta og raunverulegan greinarmun sálar og líkama

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Frekara lesefni[breyta | breyta frumkóða]

Þýðingar[breyta | breyta frumkóða]

 • Descartes, René. Hugleiðingar um frumspeki. Þorsteinn Gylfason (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 2001).

Rit um heimspeki Descartes[breyta | breyta frumkóða]

 • Alquié, Ferdinand. La découverte métaphysique de l'homme chez Descartes (Paris: PUF, 2000).
 • Beyssade, Jean-Marie. La Philosophie première de Descartes (Paris: Flammarion, 1979).
 • Cottingham, John. (ritstj.) The Cambridge Companion to Descartes (Cambridge: Cambridge University Press, 1992).
 • Dicker, Georges. Descartes: An Analytical and Historical Introduction (New York: OUP, 1993).
 • Frankfurt, Harry. Demons, Dreamers and Madmen (Indianapolis: Bobbs-Merrill, 1970).
 • Gilson, Étienne. Études sur le rôle de la pensée médiévale dans la formation du système cartésien (Paris: Vrin, 1930).
 • Gueroult, Martial. Descartes selon L'Ordre des Raisons (Paris: Aubier, 1968).
 • Hatfield, Gary. Routledge Philosophy Guidebook to Descartes and the Meditations (London: Routledge, 2003).
 • Kenny, Anthony. Descartes: A Study of His Philosophy (Bristol: Thoemmes Press, 1968).
 • Rorty, Amelie. (ritstj.) Essays on Descartes' Meditations (Berkeley: University of California Press, 1986).
 • Williams, Bernard. Descartes: The Project of Pure Enquiry (London: Penguin Books, 1978).
 • Wilson, Margaret. Descartes (London: Routledge & Kegan Paul, 1978).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]