Lögmál heimspekinnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Principia philosophiae, 1685

Lögmál heimspekinnarlatínu Principia philosophiae) er rit um heimspeki eftir franska heimspekinginn René Descartes. Ritið var samið á latínu og kom fyrst út árið 1644. Því var ætlað að koma í stað rita Aristótelesar um heimspeki og rita hefðbundinnar skólaspeki sem þá voru lesin í háskólum.

Árið 1647 birtist frönsk þýðing eftir Claude Picot undir titlinum Principes de philosophie. Þýðingin var unnin í samraði við Descartes. Í formálanum var bréf frá Descartes til Kristínar Svíadrottningar.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]