Fara í innihald

Orðræða um aðferð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Orðræða um aðferð.

Orðræða um aðferð er ritgerð um heimspeki eftir franska heimspekinginn René Descartes sem kom út árið 1637. Fullur titill verksins er Orðræða um aðferð til að beita skynseminni rétt og leita sannleikans í vísindumfrönsku: Discours de la méthode pour bien conduire sa raison, et chercher la verité dans les sciences).

Ritgerðin kom fyrst út á frönsku. Hún var gefin út árið 1637 í Leiden í Hollandi og var inngangur að ritum hans um náttúruvísindi („Dioptrique, Météores e Géométrie“). Hún var síðar þýdd yfir á latínu og kom latneska þýðingin út í Amsterdam árið 1656.

Orðræða um aðferð er frægust fyrir margfræga tilvitnun „cogito ergo sum;“ „Ég hugsa, þess vegna er ég.“ Að auki er fyrsta framsetning Descartes kartesísku hnitakerfi að finna í þessari ritgerð.

Ritgerðin er ein sú áhrifamesta í sögunni. Tilgangur hennar var að leggja grunninn sem nútímavísindi áttu að rísa á. Í ritgerðinni tekst Descartes einnig á við efahyggju, en forn efahyggja — sem menn höfðu kynnst m.a. í ritum Sextosar Empeirikosar, Ciceros og Díogenesar Laertíosar — hafði haft þó nokkur áhrif á heimspekinga í um hundrað ár þegar ritgerðin var samin, t.d. Michel de Montaigne. Descartes reyndi að hrekja efahyggjuna í eitt skipti fyrir öll með því að finna sannindi sem ekki yrði efast um. Þau sannindi taldi hann sig finna í fullyrðingunni „Ég hugsa, þess vegna er ég til“ (sem er fengin að láni frá Ágústínusi)

Orðræða um aðferð er ásamt Hugleiðingum um frumspeki og Lögmálum heimspekinnar kjarninn í þeirri þekkingarfræði og frumspeki sem kallast cartesismi.