Hreyfingarlistinn
Útlit
Hreyfingarlistinn bauð fram í hreppsnefndarkosningum í Akrahreppi í hreppsnefndarkosningunum 25. maí 2002.
Óhlutbundnar kosningar höfðu verið í hreppnum 3 kjörtímabil á undan og kom Hreyfingarlistinn fram með lista gegn sitjandi hreppsnefnd sem tefldi þá fram Akrahreppslistanum.
Meginmarkmið listans voru þrjú: Að vekja umræðu um hreppsmálin sem hafði ekki verið mikil árin á undan, hreyfa við sitjandi hreppsnefnd og nýta kvenkosti í hreppnum.[1].
Á lista Akrahreppslistans voru eftirfarandi: [2].
Svanhildur Pálsdóttir | Stóru Ökrum |
Þorkell Gíslason | Víðivöllum |
Sigríður Sigurðardóttir | Stóru Ökrum |
Jón Gíslason | Réttarholti |
María Jóhannsdóttir | Kúskerpi |
Anna Jóhannesdóttir | Hjaltastöðum |
Unnur Erla Sveinbjörnsdóttir | Dýrfinnustöðum |
Íris Olga Lúðvíksdóttir | Flatatungu |
Sigurður Ingimarsson | Flugumýri |
Sigurður Hansen | Kringlumýri |