Fara í innihald

Hraufuskóf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hraufuskóf
Hraufuskóf á trjágrein í Þýskalandi.
Hraufuskóf á trjágrein í Þýskalandi.
Ástand stofns
Ekki metið (IUCN)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Lecanorales
Ætt: Litskófarætt (Parmeliaceae)
Ættkvísl: Litunarskófir (Parmelia)
Tegund:
Hraufuskóf (P. sulcata)

Tvínefni
Parmelia sulcata

Hraufuskóf (fræðiheiti: Parmelia sulcata) er tegund fléttna af litskófarætt. Hún vex á trjám og grjóti og er nokkuð útbreidd um landið. Hún vex lengra inn í landið en litunarskóf (P. omphalodes) og upp í allt að 700 metra hæð en er ekki jafnalgeng og snepaskóf (P. saxatilis).[1]

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Þal hraufuskófar er stórt, 10-25 cm eða meira. Bleðlarnir eru 2-8 mm breiðir og rætlingar 0,5-1,5 mm langir. Efra borðið er ljós- eða dökkgrátt en neðra borðið svart eða brúnt og stundum með örlitlum gljáa. Hraufuskóf hefur hraufur sem eru aflangar, dökkgráar og verða þéttari nær miðjunni þar sem þær geta runnið saman.[1]

Rannsóknir[breyta | breyta frumkóða]

Hraufuskóf var notuð sem tilraunalífvera í rannsókn sem sýndi fram á það að mengandi efni í lofti geta haft neikvæð áhrif á vöxt fléttna.[2] Hraufuskóf hefur reynst vera heppileg til rannsókna á magni þungmálma í lofti í Portúgal[3] og hefur hún verið notuð til að kortleggja mengun þar.[4] Á Íslandi hefur náskyld flétta, snepaskóf, verið notuð til að fylgjast með loftmengun frá Grundartanga.[5]

Efnafræði[breyta | breyta frumkóða]

Snepaskóf inniheldur nokkur þekkt fléttuefni: atranórin, salazinsýru og consalazinsýru.[1]

Þalsvörun snepaskófar er K+ barkarlag gult en miðlag rautt, KC-, C-, P+ miðlag laxagult.[1]

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Hörður Kristinsson. Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
  2. Pearson, L., & Skye, E. (1965). Air pollution affects pattern of photosynthesis in Parmelia sulcata, a corticolous lichen. Geymt 31 október 2019 í Wayback Machine Science, 148(3677), 1600-1602.
  3. Freitas, M., & Nobre, A. (1997). Bioaccumulation of heavy metals using Parmelia sulcata and Parmelia caperata for air pollution studies. Journal of radioanalytical and nuclear chemistry, 217(1), 17-20.
  4. Freitas, M. C., Reis, M. A., Alves, L. C., & Wolterbeek, H. T. (1999). Distribution in Portugal of some pollutants in the lichen Parmelia sulcata. Environmental Pollution, 106(2), 229-235.
  5. Hörður Kristinsson (2004). Vöktun á mosum og fléttum við Grundartanga í Hvalfirði Framvinduskýrsla fyrir árið 2003. Unnið fyrir Íslenska járnblendifélagið hf og Norðurál hf. Skýrsla nr. NÍ-04004. Akureyri, Náttúrufræðistofnun Íslands.