Grundartangi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Grundartangi séður handan fjarðar, Skarðsheiði í baksýn.

Grundartangi er iðnaðarhverfi í Hvalfjarðarsveit við utanverðan og norðanverðan Hvalfjörð.

Staðhættir[breyta | breyta frumkóða]

Staðurinn fær nafn sitt af klettatanga sem skagaði út í fjörðinn en er nú undir landfyllingu. Hverfið er í landi Klafastaða og Kataness sem áður tilheyrðu Skilmannahreppi og Hvalfjarðarstrandarhreppi. Báðar jarðirnar tilheyra landnámi Þórmóðs gamla Bresasonar.[1]

Í nágrenninu má finna Katanestjörn, Hólmavatn og Eiðisvatn. Neðan við hverfið eru víkurnar Leynir og Sýrumannavik[svo].[2][3]

Stóriðja[breyta | breyta frumkóða]

Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga tók til starfa árið 1979, og er nú næststærsti framleiðandi kísiljárns í heimi.[4] Álverið á Grundartanga tók til starfa árið 1998. Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials undirbýr byggingu sólarkísilverksmiðju á staðnum sem hefja á starfsemi árið 2018.[5]

Mengun af brennisteinstvíoxíði, flúori og svifryki í Hvalfirði vegna stóriðju á Grundartanga er umdeild.[6]

Hafnargerð hófst árið 1977 og er Grundartangahöfn nú meðal stærstu hafna landsins. Höfnin er rekin af Faxaflóahöfnum og er í eigu Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar og Skorradalshrepps. Í undirbúningi er að stækka höfnina enn frekar.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Gísli Gíslason (apríl 2011). „Grundartangahöfn: Skipulag og starfsemi“ (pdf). Sótt 26. apríl 2016.
  2. Svavar Sigmundsson. „Hvaða sýrumenn voru á ferð í Sýrumannavik, skammt vestan við Grundartanga?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2012. Sótt 26. apríl 2016. http://visindavefur.is/svar.php?id=61789.
  3. Kortasjá Landmælinga Íslands. Skoðað þann 26. apríl 2016.
  4. Elkem Iceland (á ensku). Sótt þann 26. apríl 2016.
  5. „207 milljarða kísilverksmiðjur“. Viðskiptablaðið. 25. september 2015. Sótt 26. apríl 2016.
  6. „Mengun við þolmörk á Grundartanga“. Vísir. 8. maí 2013. Sótt 26. apríl 2016.