Hrafnhildur Hanna Ragnarsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hrafnhildur Hanna Ragnarsdóttir
Fædd1948
StörfPrófessor emerita í þroska- og uppeldisvísindum við Háskóla Íslands

Hrafnhildur (Hanna) Ragnarsdóttir (f. 1948)[1] er prófessor emerita í þroska- og uppeldisvísindum við Háskóla Íslands. Helstu áherslur Hrafnhildar í kennslu og rannsóknum eru annars vegar málþroski barna á mörkum leik- og grunnskóla (fjögra til átta ára), tengsl hans við vitsmuna- og félagsþroska, máluppeldi og þróun læsis og námsárangurs. Og hins vegar þróun máls og málnotkunar eins og hún birtist í frásögnum og álitsgerðum í ritmáli og talmál eftir að fyrsta málþroskaskeiði lýkur, eða frá miðstigi fram á fullorðinsár.[2]

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

Hrafnhildur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968. Sama ár fékk hún styrk frá Macalester College, St. Paul, Minnesota þar sem hún lagði stund á bókmenntir og heimspeki. Á árunum 1969-76 stundaði hún nám við Université d´Aix-Marseille með styrk frá franska ríkinu og lauk Licence-ès-lettres 1973 og Maîtrise de Psychologie 1974. Hún lauk síðar Diplôme d´Études Approfondies (1985) og doktorsprófi í sálfræði og uppeldisvísindum frá sama skóla 1990.[3][4]

Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Hrafnhildur störf við Kennaraháskóla Íslands (síðar Háskóla Íslands) 1974, fyrst sem stundakennari en síðar lektor (frá 1976), dósent og loks prófessor í þroska- og uppeldisvísindum frá 1990 til starfsloka 2018.[5] Hrafnhildur hefur gegnt fjölda stjórnunar- og trúnaðarstarfa innan skólans og utan, einkum í tengslum við rannsóknir. M.a. var Hún var m.a. aðstoðarrektor 1991-92, fyrsti deildarforseti framhaldsnáms við KHÍ og fyrsti forstöðumaður Rannsóknarstofnunar KHÍ 1991-96. Hún var kjörin fulltrúi kennara í skólaráði KHÍ og síðar Menntavísindasviðs HÍ,[5] formaður uppeldisskorar og fagráða í sálfræði og máli og samskiptum. Eftir samruna KHÍ og HÍ 2007 stofnaði hún ásamt fleirum Rannsóknarstofu um þroska, mál og læsi barna og unglinga og hefur verið forstöðumaður hennar síðan.[6]

Rannsóknatengd nefndar- og stjórnunarstörf[breyta | breyta frumkóða]

Hrafnhildur sat í stjórn Vísindaráðs fyrir hug- og félagsvísindi 1991-94 og síðar í stjórnum Vísindasjóðs og Rannsóknasjóðs RANNÍS (fyrir hug- og félagsvísindi) 2002-07. Hún var fulltrúi Íslands í fastanefnd European Science Foundation um félagsvísindi (ESF-SCSS) 2004-07 sem og í stjórnum norræna vísindasjóðsins (NOS-HS) 2003-07 og ERANETsins ´NORFACE´ (New Opportunities for Research Funding Collaboration in the Social Sciences) sem styrkt var af EU 2004-09 (varaformaður 2004). Hún hefur verið fulltrúi Íslands í framkvæmdastjórnum þriggja evrópskra rannsóknarneta á vegum EU: COST A8: Concerted Research Action on Learning Disorders as a Barrier to Human Development (1995-99), COST IS0207: The European Research Network on Learning to Write Effectively (ERN-LWE) (2008-11)[7] (Financial Rapporteur 2010-11) og European Literacy Network (ELN) frá 2014.[8] Auk þess að beita sér fyrir auknu samstarfi fræðimanna á sviði máls og læsis í Evrópu hafa öll þessi fræðimannanet lagt sérstaka áherslu á rannsóknarþjálfun, hreyfanleika og menntunartækifæri fyrir doktorsnema og unga fræðimenn.[5]

Rannsóknir[breyta | breyta frumkóða]

Helstu áherslur[breyta | breyta frumkóða]

 • Langtímaþróun máls og málnotkunar, einkum orðaforða, málfræði og orðræðu í samfelldu máli (frásagnir, álitsgerðir), bæði í ritmáli og talmáli. Einstaklingsmunur, orsakir hans og tengsl við ílag og uppeldisaðstæður.
 • Tengsl málþroska við aðra þroskaþætti, einkum vit- og félagsþroska. Þessir þroskaþættir eru samofnir lesskilningi og ritunarfærni og saman mynda þeir undirstöðu námsárangurs og eru lykillinn að velgengni í skóla og samfélagi.
 • Mál og málnotkun eru mjög aðstæðubundin. Af því leiðir mikilvægi þess að beita mismunandi aðferðum við rannsóknir á máli og málþroska. Hrafnhildur hefur notað upptökur af máli barna við eðlilegar aðstæður og athuganir við staðlaðar og hálfstaðlaðar aðstæður; langsniðs- og þversniðsrannsóknir; samanburð á málþroska barna sem læra ólík tungumál o.fl.[2]

Nokkur rannsóknarverkefni sem Hrafnhildur hefur stýrt[breyta | breyta frumkóða]

 • Þroski leik- og grunnskólabarna: Sjálfsstjórn, málþroski og læsi á aldrinum 4 til 8 ára. Víðtæk langsniðsrannsókn þar sem fylgst var árlega í þrjú ár með rúmlega 270 börnum, fæddum árin 2004 og 2006. Megintilgangur rannsóknarinnar var afla þekkingar á þremur lykilsviðum þroska, málþroska (orðaforði, málfræði, frásagnarhæfni, orðhluta- og hljóðkerfisvitund), læsi (stafaþekking, umskráning, stafsetning, lesskilningur, ritun) og sjálfstjórn meðal íslenskra barna á aldrinum fjögurra til átta ára og kanna hvernig þau tengjast innbyrðis og spá fyrir um námsgengi. Styrkt af Rannís og Rannsóknasjóði HÍ.[9][10][11]
 • Málþroski barna frá 4 til 9 ára og tengsl við árangur á samræmdum prófum í 4. bekk. Framhaldsrannsókn Hrafnhildar þar sem áfram er fylgst með málþroska og námsárangri yngri barnanna í þroskarannsókninni. Styrkt af Rannsóknarsjóði HÍ.[12]
 • Mál í notkun: Tal- og ritmál barna, unglinga og fullorðinna. Rannsókn á máli og málnotkun (orðaforða, málfræði, setningagerð, samloðun, textabygging, afstaða höfundar o.fl.) 80 einstaklinga í fjórum aldurshópum: 11, 14, 17 ára og fullorðnir (aldur 26 - 40 ára) eins og hún birtist í tveimur ólíkum textategundum, frásögnum og álitsgerðum, og í talmáli samanborið við ritmál. Rannsóknin var liður í sjö landa samanburðarrannsókn Developing literacy in different contexts and different languages, sem styrkt var af The Spencer Foundation og Rannís.[13][14][15][16][17][18] Framhaldsrannsókn á íslenska hlutanum hefur notið styrkja frá Rannís og Rannsóknarsjóði HÍ.[19][20]
 • Hvar eru íslensk börn stödd í málþroska á mörkum leik- og grunnskóla (3/4 til 8/9 ára) og hversu breitt bil spannar einstaklingsmunur? Eldri rannsóknir, styrktar af RANNÍS, NOS-HS, rannsóknasjóði KHÍ og HÍ o.fl.[21] M.a.:
 1. Hvernig læra börn merkingu orða og hugtaka um fjölskylduvensl? Áhrif mismunandi málupplýsinga á skilning 3 til 8 ára íslenskra og danskra barna á orðum og hugtökum um fjölskylduvensl.[22][23][24]
 2. Hvernig læra börn íslenska málfræði? Hver eru áhrif misflókinna beygingarmynstra norrænna mála á tileinkun þátíðarbeyginga frá 4 til 8 ára aldurs.[25][26][27][28]
 3. Hvar eru börn stödd í frásagnarhæfni um það bil sem þau hefja skólagöngu?[29]
 • Samanburður á frásagnarhæfni 3, 5, 7, 9, 12 og 15 ára og fullorðinna.[30]
 • Gagnabanki HR um íslenskt mál. Hljóðupptökur og tölvuskráð gögn.
 1. Gagnabankinn Íslenskt barnamál. Sextíu og fimm hljóðupptökur af máli þriggja barna (og foreldra þeirra), sem fylgt var eftir frá tveggja til sex ára aldurs í sjálfsprottnum samræðum barnanna við foreldra og vini á heimilum þeirra. Alls um 90 klukkustundir. Allir textarnir tölvuskráðir skv. CHAT kerfi í CHILDES.[31][32]
 2. Yfir 1000 sögur, sem mæltar af munni fram af sögumönnum á aldrinum þriggja ára til fullorðinna auk 300 skrifaðra. Sögurnar eru samdir útfrá tveimur kveikjum og tölvuskráðar skv. CHAT kerfi í CHILDES.
 3. 320 rit- og talmálstextar 11, 14, 17 ára og fullorðinna (Spencer-verkefnið). Hljóðupptökur af töluðum textum og Scriptlog útgáfa af þeim rituðu. Allir textarnir tölvuskráðir skv. CHAT kerfi í CHILDES.[33]

Alþjóðleg rannsóknarsamvinna[breyta | breyta frumkóða]

Hrafnhildur hefur frá upphafi ferils síns verið virk í alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi fræðimanna á sviði þroska, máls og læsis.[34] Hún tók þátt í alþjóðlegri rannsókn á frásagnarhæfni barna undir stjórn Ruth Berman og Dan Slobin í Berkeley Cross-linguistic Language Acquisition Project á níunda áratugnum. Hún hefur verið aðili að CHILDES barnamálsbankanum í Carnegie-Mellon háskóla og International Association for the Study of Child Language (IASCL) frá 1993 og var kosin í framkvæmdastjórn IASCL fyrir árin 2014-20.[3] Á tíunda áratug síðustu aldar tók Hrafnhildur þátt í að hleypa af stokkunum átaki í samanburðarrannsóknum á máltöku norrænna barna. Hún var annar af tveimur stjórnendum Nordic Language Acquisition Research Initiative (styrkt af NorFA 1992-96) og skipulagði m.a. alþjóðlega ráðstefnu í Reykjavík Learning to talk about time and space (1994), og einnig rannsóknarverkefnisins Language Acquisition: A Scandinavian Perspective,[35] sem styrkt var af NOS-H 1994-96. Hún var annar stjórnandi European Summer School: The crosslinguistic study of language acquisition: an integrated approach fyrir evrópska doktorsnema og „post-docs“ sem styrkt var af NorFa og EU 1999 og stóð ásamt fleirum að alþjóðlegri ráðstefnu Language and Cognition in Language Acquisition í Odense sama ár. Þá var hún aðili var samstarfsverkefni fimm þjóða, Språkutveckling och läsinlärning, sem styrkt var af NOS-S frá 1998-2001 og tengdist Evrópuverkefninu COST A8 (sjá hér að framan). Frá aldamótum hefur Hrafnhildur verið íslenskur verkefnisstjóri í sjö landa rannsóknarverkefni styrkt af The Spencer Foundation „Development of literacy in different contexts and different languages“, sem auk sjálfrar rannsóknarinnar (sjá nánar í kafla um rannsóknarverkefni) hefur skipulagt fjölda vinnustofa og ráðstefna og hefur sterk tengsl við evrópsku fræðimannanetin um málnotkun, ritun og læsi sem nefnd voru hér að framan. Hún er einnig aðili að fjölþjóðlegum rannsóknarhópi sem hefur þróað aðferð til að meta málþroska tvítyngdra barna í báðum málum þess með sama mælitækinu, Multilingual Assessment Instrument for Narratives (MAIN), sem Hrafnhildur hefur þýtt á íslensku.[5]

Hrafnhildur hefur verið gestafræðimaður við fjölmarga háskóla í Evrópu og Bandaríkjunum, oftast við Harvard Graduate School of Education en einnig við háskólana í Berkeley, Gautaborg, Kaupmannahöfn, New Mexico, Osló, Oxford, Sorbonne og Stanford. Hún hefur haldið fyrirlestra um rannsóknir sínar á ótal innlendum og erlendum ráðstefnum og málþingum[36] og skipulagt alþjóðlegar ráðstefnur um barnamálsrannsóknir og læsi, s.s. Learning to talk about time and space (Reykjavík 1994), Language and Cognition in Language Acquisition (Odense, 1997), Reading, writing and language development in the school years (Varmalandi, 1999). Við starfslok Hrafnhildar efndi Rannsóknarstofa um þroska, mál og læsi til ráðstefnu henni til heiðurs: Byggjum brýr og eflum læsi frá leikskóla til unglingsára.[37] Ráðstefnan var sérstaklega var ætluð kennurum og öðru áhugafólki um málþroska og læsi á öllum skólastigum.

Annað samstarf[breyta | breyta frumkóða]

Hrafnhildur hefur tekið þátt í þróunarverkefnum í leik- og grunnskólum um málþroska og læsi og haldið fjölmarga fyrirlestra fyrir foreldra, kennara og annað fagfólk á öllum skólastigum um niðurstöður rannsókna sinna á máli og læsi íslenskra barna og unglinga.[36] Til dæmis tók hún virkan þátt í verkefninu „Bók í hönd og þér halda engin bönd“ sem fyrst var þróað í Reykjanesbæ[38][39] og var í stýrihóp og rannsóknarhóp þróunarverkefnisins „Okkar mál: Samstarf um menningu, mál og læsi í Fellahverfi“ sem hlaut hvatningarverðlaun skóla- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar 2013[40] og Orðsporið, viðurkenningu Félags leikskólakennara, 2014.[41] Hún hefur einnig verið í samstarfi við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og við Málefli, hagmunasamtök í þágu barna með tal- og málþroskafrávik[42] og samdi ásamt fleirum skýrslu um stöðu barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið (2012).[43]

Æska og einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Foreldrar Hrafnhildar eru Ragnar Á. Magnússon, lögg. endursk. (1917-1988) og Svanlaug I. Gunnlaugsdóttir, húsmóðir (1920-1978). Hrafnhildur er gift Pétri Gunnarssyni rithöfundi og eiga þau tvo syni[44]: Dag Kára kvikmyndaleikstjóra[45] og Gunnar Þorra bókmenntafræðing og þýðanda.[46]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Kvennasögusafn Íslands. Íslenski kvendoktorar 1990 Geymt 17 nóvember 2010 í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Sótt 5. mars 2020.
 2. 2,0 2,1 „Google Scholar. Hrafnhildur Ragnarsdóttir“.
 3. 3,0 3,1 „Háskóli Íslands. Hrafnhildur Hanna Ragnarsdóttir. Prófessor emeritus í þroska- og sálmálvísindum“. Sótt 5. mars 2020.
 4. Skrá um doktorsritgerðir. Hrafnhildur Ragnarsdóttir. Titill doktorsritgerðar: Système Patronymique et construction des relations des relations de parenté chez les enfants islandais. Thèse de doctorat (nouveau régime), Université d´Aix-Marseille. 300 bls. + viðaukar. Sótt 5. mars 2020.
 5. 5,0 5,1 5,2 5,3 „Háskóli Íslands. Hrafnhildur Hanna Ragnarsdóttir. Prófessor emeritus í þroska- og sálmálvísindum. Ferilskrá“ (PDF). Sótt 5. mars 2020.
 6. Rannsóknarstofa um þroska, mál og læsi barna og unglinga. Um stofuna Geymt 17 október 2015 í Wayback Machine. Sótt 5. mars 2020.
 7. European Research Network on Learning to Write Effectively. Sótt 5. mars 2020.
 8. Eln Geymt 26 júní 2019 í Wayback Machine. Sótt 5. mars 2020.
 9. Rannsóknarstofa um þroska, mál og læsi barna og unglinga. Þroski leik- og grunnskólabarna: Sjálfsstjórn, málþroski og læsi á aldrinum 4 til 8 ára Geymt 2 mars 2015 í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Sótt 5. mars 2020.
 10. Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Steinunn Gestsdóttir og Freyja Birgisdóttir. (2009). Þroski leik- og grunnskólabarna: Sjálfstjórn, málþroski og læsi 4ra - 8 ára íslenskra barna. Kynning og fyrstu niðurstöður úr nýrri rannsókn. Í Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir (ritstjórar), Ráðstefnurit Þjóðarspegils Félagsvísindadeildar HÍ, bls. 645-657, Reykjavík: Félagsvísindastofun HÍ.
 11. Hrafnhildur Ragnarsdóttir (2015). Málþroski leikskólabarna: Þróun orðaforða, málfræði og hlustunarskilnings milli fjögra og fimm ára aldurs Geymt 12 ágúst 2020 í Wayback Machine. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun. Sótt 5. mars 2020.
 12. Hrafnhildur Ragnarsdóttir (2018). Orðaforði íslenskra barna frá 4 til 8 ára aldurs: Langtímarannsókn á vaxtarhraða og stöðugleika Geymt 29 nóvember 2020 í Wayback Machine. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun. Sótt 5. mars 2020.
 13. Rannsóknarstofa um þroska, mál og læsi barna og unglinga. Mál í notkun – tal – og ritmál barna, unglinga og fullorðinna Geymt 2 mars 2015 í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Sótt 5. mars 2020.
 14. Hrafnhildur Ragnarsdóttir (2012). Development of written and spoken narratives and expositories in Icelandic. Í M. Torrance, Alamargot, D. o.fl. (ritstj.), Learning to write effectively: Current Trends in European Research, bls. 243-248. Bingley: Emerald Group Publishing Ltd.
 15. Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Sven Strömqvist. (2005). The development of generic maður/man for the construction of discourse stance in Icelandic and Swedish. Journal of Pragmatics, 37:143-155.
 16. Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Melina Aparici, Dalia Cahana-Amitay, Janet van Hell, og Anne Viguié. (2002). Verbal structure and content in written discourse. Expository and narrative texts. Written Language and Literacy, 5(1):95-126.
 17. Berman, Ruth, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Sven Strömqvist (2002). Discourse stance. Written Language and Literacy, 5(2):255-289.
 18. Strömqvist, Sven, Victoria Johanson, og Hrafnhildur Ragnarsdóttir(2002). Towards a crosslinguistic comparison of lexical quanta in speech and writing. Written Language and Literacy 5(1):45-93.
 19. Hrafnhildur Ragnarsdóttir (2007). Þróun frásagna og álitsgerða frá miðbernsku til fullorðinsára: Lengd texta og tengingar setninga. Uppeldi og menntun, 16(2):139-159.
 20. Hrafnhildur Ragnarsdóttir (2011). Textagerð barna, unglinga og fullorðinna: Samanburður á orðaforða í rit- og talmálstextum, frásögnum og álitsgerðum. Uppeldi og menntun, 20(1), 75-98.
 21. Hrafnhildur Ragnarsdóttir. (2000). Barnets sprog ved 5 til 8-års alderen. Í R. Heilä-Ylikallio (ritstj.), Aspekter på skolstarten i Norden, bls. 88-107. Lund: Studentlitteratur.
 22. Hrafnhildur Ragnarsdóttir (1999). The acquisition of kinship concepts. Í P. Broeder og J. Murre (ritstj.), Language and thought in Development. Cross-Linguistic Studies, bls. 73-94. Tübingen: Gunter Narr Verlag.
 23. Hrafnhildur Ragnarsdóttir. (1999). "Bráðum verður pabbi ég, ég verð pabbi og mamma verður mamma hans pabba". Í Helgi Skúli Kjartansson, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Kristín Indriðadóttir og Ólafur Proppé) (ritstjórar), Steinar í vörðu, bls. 187-209. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.
 24. Hrafnhildur Ragnarsdóttir. (1994).“Hann afi minn er búinn að flytja sér aðra mömmu.”Hvernig læra börn hugtök um fjölskylduvensl? Uppeldi og menntun. Tímarit Kennaraháskóla Íslands, 3:9-28.
 25. Hrafnhildur Ragnarsdóttir. (1998). Að læra þátíð sagna Í Baldur Sigurðsson, Sigurður Konráðsson og Örnólfur Thorsson (ritstj.), Greinar á sama meiði, bls. 255-276. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.
 26. Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Hanne Gram Simonsen og Kim Plunkett. (1999). The acquisition of past tense morphology in Icelandic and Norwegian Children: An Experimental Study. Journal of Child Language, 26(3):577-618.
 27. Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Simonsen, H. G. og Bleses, D. (1998). Experimental evidence on the acquisition of past tense inflection in Danish, Icelandic and Norwegian children. Paper presented at the Papers in First Language Acquisition. Odense Working Papers in Language and Communication.
 28. Bleses, D., Basböll, H., & Vach, W. (2012). Is Danish difficult to acquire? Evidence from Nordic past-tense studies. Language and Cognitive Processes, 26(8), 1193-1231.
 29. Hrafnhildur Ragnarsdóttir. (2004). Málþroski barna við upphaf skólagöngu: Sögubygging og samloðun í frásögnum 165 fimm ára barna − almenn einkenni og einstaklingsmunur. Uppeldi og menntun, 13(2): 9-31.
 30. Hrafnhildur Ragnarsdóttir. (1992). Episodic structure and interclausal connectives in Icelandic children's narratives. Í R. Söderbergh, (ritstj.), Berättelser för och av barn. Colloquium Paedolinguisticum Lundensis 1991. Lund University: Department of Linguistics. Paper no 8:33-45.
 31. MacWhinney, B. (2019). Tools for analyzing talk. Part 1: The CHAT Transcription Format. Sótt 5. mars 2020.
 32. Kari Corpus. Hrafnhildur Ragnarsdóttir. Sótt 5. mars 2020.
 33. Rannsóknarstofnun um þroska, mál og læsi barna og unglinga. Rannsóknir Geymt 17 október 2015 í Wayback Machine. Sótt 5. mars 2020.
 34. Háskóli Íslands. (2018). Aljóðlegt samstarf stendur upp úr á ferlinum. Sótt 5. mars 2020.
 35. Strömqvist, Sven, Hrafnhildur Ragnarsdóttir o.fl. (1995). The Inter-Nordic Study of Language Acquisition. Nordic Journal of Linguistics. Vol. 18: p. 3-29.
 36. 36,0 36,1 „Háskóli Íslands. Hrafnhildur Hanna Ragnarsdóttir. Prófessor emeritus í þroska- og sálmálvísindum. Ritaskrá“ (PDF). Sótt 5. mars 2020.
 37. Háskóli Íslands. (2018). Byggjum brýr og eflum læsi frá leikskóla til unglingsára. Sótt 5. mars 2020.
 38. Leikskólinn Tjarnarsel. Orðaspjall Geymt 2 apríl 2023 í Wayback Machine. Sótt 5. mars 2020.
 39. Reykjanesbær. (2019). Bók í hönd og þér halda engin bönd. Sótt 5. mars 2020.
 40. Okkar mál. Samstarf um mál og læsi í Fellahverfi. Markmið. Sótt 5. mars 2020.
 41. Mbl.is. (2014, 6. febrúar). Okkar mál fékk Orðsporið. Sótt 5. mars 2020.
 42. Málefli. Hagsmunasamtök í þágu barna og ungmenna með tal- og málsþroskaröskun. Geymt 4 ágúst 2020 í Wayback Machine Sótt 5. mars 2020.
 43. Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Jóhanna Einarsdóttir, Marta Gall Jörgensen og Þóra Sæunn Úlfsdóttir. (2012). Skýrsla um stöðu barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun. Unnið fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Rannsóknarstofa um þroska, mál og læsi. Sótt 5. mars 2020.
 44. Mbl.is. (2001, 3. febrúar). Mynd af heiminum. Sótt 5. mars 2020.
 45. Mbl.is. (2003, 2. febrúar). Reyni að skapa minn eigin heim. Sótt 5. mars 2020.
 46. Morgunblaðið. (2009, 4. október). Hógværðin jaðrar við dramb. Sótt 5. mars 2020.