Dagur Kári
Útlit
Dagur Kári | |
---|---|
Fæddur | Dagur Kári Pétursson 12. desember 1973 París í Frakklandi |
Þjóðerni | Íslenskur |
Störf |
|
Dagur Kári Pétursson (f. 12. desember 1973) er íslenskur kvikmyndagerðarmaður og tónlistarmaður. Hann er sonur rithöfundarins Péturs Gunnarssonar.[1] Hann fæddist í París í Frakklandi, en fjölskyldan fluttist til Íslands þegar hann var þriggja ára gamall. Dagur Kári útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Danmerkur árið 1999.[2] Stuttmynd hans Lost Weekend vann 11 verðlaun á erlendum kvikmyndahátíðum.[3]
Dagur Kári skipar ásamt Orra Jónssyni tvímenningshljómsveitina Slowblow. Hljómsveitin hefur gefið út þrjár breiðskífur og samið tónlist fyrir tvær af myndum Dags Kára, Nóa albínóa og Fullorðið fólk.[4]
Kvikmyndaskrá
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Upprunalegur titill | Íslenskur titill | Athugasemdir |
---|---|---|---|
1999 | Old Spice | Stuttmynd | |
Lost Weekend | Stuttmynd | ||
2001 | Villiljós | Hluti: Líkið í lestinni | |
2003 | Nói albínói | ||
2005 | Voksne mennesker | Fullorðið fólk | |
2009 | The Good Heart | ||
2015 | Fúsi | ||
2017 | Norskov (2015-2017) | Sjónvarpsþáttur
3 þættir | |
2021 | Utmark | Sjónvarpsþáttur
Einnig höfundur 1 þáttur | |
2022 | Borgen (2010-2022) | Borgin eða Höllin | Sjónvarpsþáttur
2 þættir |
2023 | Hygge! |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Feðgarnir Pétur Gunnarsson og Dagur Kári Pétursson - Myndasafn mbl.is“. www.mbl.is. Sótt 14. nóvember 2024.
- ↑ „Fúsi – Ísland“.
- ↑ „Dagur Kári - Biography“. IMDb (bandarísk enska). Sótt 10. október 2023.
- ↑ „Dagur Kári fékk Íslensku bjartsýnisverðlaunin“. www.mbl.is. Sótt 14. nóvember 2024.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Dagur Kári á Internet Movie Database
- Dagur Kári á Kvikmyndavefnum