Fara í innihald

Rannís

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) er ríkisstofnun á Íslandi sem hefur það hlutverk að treysta stoðir íslensks þekkingarsamfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. Rannís heyrir undir háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið.

Rannís stuðlar að þróun þekkingarsamfélagsins með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfs­möguleikum auk þess að greina og kynna áhrif rannsókna, nýsköpunar, menntunar og menningar á þjóðarhag.

Rannís er rekin af skattfé samkvæmt fjárlögum.

Rannís starfar á grundvelli laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003[1]. Starfsfólk Rannís er tæplega 70 talsins. Forstöðumaður Rannís er Ágúst Hjörtur Ingþórsson. Hann er skipaður af háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra til fimm ára í senn samkvæmt erindisbréfi.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 3/2003