Holtshreppur
Útlit
Holtshreppur var hreppur í Fljótum nyrst í Skagafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Stóra-Holt í Fljótum,[1] sem var þingstaður Fljótamanna frá því snemma á öldum og til loka 19. aldar.[2]
Hreppurinn varð til ásamt Haganeshreppi árið 1898 (eða 1899) þegar Fljótahreppi var skipt í tvennt. Þeir sameinuðust aftur undir gamla nafninu 1. apríl 1988.[3]
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist svo Fljótahreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.[4]
Hreppsnefnd
[breyta | breyta frumkóða]Síðasta hreppsnefnd Holtshrepps var kosin í hreppsnefndarkosningunum 28. maí 1986 og hana skipuðu Guðrún Helgadóttir, Heiðar Albertsson, Kristinn Hermannsson, Reynir Pálsson og Ríkharður Jónsson.[5]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Stora-Holt (Storaholt) Map, Weather and Photos - Iceland: farm - Lat:66.05 and Long:-19“. www.getamap.net. Sótt 4. september 2024.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 4. september 2024.
- ↑ „Sveitarstjórnarmál - 1. tölublað (01.02.1988) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 4. september 2024.
- ↑ Skagafjörður. „Fróðleikur um Skagafjörð“. Skagafjörður. Sótt 4. september 2024.
- ↑ „Holtshreppur 1986“. kosningasaga. 16. ágúst 2013. Sótt 4. september 2024.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.