Fara í innihald

Holtshreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Holtshreppur

Holtshreppur var hreppur í Fljótum nyrst í Skagafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Stóra-Holt í Fljótum, sem var þingstaður Fljótamanna frá því snemma á öldum og til loka 19. aldar.

Hreppurinn varð til ásamt Haganeshreppi árið 1898 (eða 1899) þegar Fljótahreppi var skipt í tvennt. Þeir sameinuðust aftur undir gamla nafninu 1. apríl 1988.

Hinn 6. júní 1998 sameinaðist svo Fljótahreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.

Hreppsnefnd[breyta | breyta frumkóða]

Síðasta hreppsnefnd Holtshrepps var kosin í hreppsnefndarkosningunum 28. maí 1986 og hana skipuðu Guðrún Helgadóttir, Heiðar Albertsson, Kristinn Hermannsson, Reynir Pálsson og Ríkharður Jónsson.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.