Hollenska lýðveldið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjö sameinuð Niðurlönd

Hollenska lýðveldið (hollenska: Republiek der Zeven Verenigde Nederlanden „Lýðveldi sjö sameinaðra Niðurlanda“) var lýðveldi í Evrópu sem varð til við klofning sautján héraða frá Niðurlöndum árið 22. júlí 1581, en þá sóru stéttaþing héraðanna sem voru í Utrecht-bandalaginu Afneitunareiðinn og höfnuðu þar með konungdómi Filippusar 2. Spánarkonungs. Við það hófst Áttatíu ára stríðið sem átti eftir að marka landamæri milli ríkjanna tveggja. Hollenska lýðveldið leið undir lok eftir röð uppreisna í kjölfar Frönsku byltingarinnar 1783 til 1795. Við tók hið skammlífa Batavíulýðveldi og síðan Hollenska konungdæmið 1805.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.