Hjálp:Námskeið/Lokaorð
Inngangur | Breytingar | Textavinnsla | Tenglar | Heimildaskráning | Spjallsíður | Nokkur mikilvæg atriði | Skráning | Lokaorð |
Nú ættir þú að þekkja öll helstu atriðin sem máli skipta þegar kemur að því að skrifa fyrir Wikipediu. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir varðandi þetta námskeið þá getur þú skilið eftir athugasemd á spjallsíðu námskeiðsins. Ef þú þarft frekari aðstoð til þess að koma þér af stað þá getur þú skoðað efnisyfirlit hjálparinnar (það er líka alltaf hlekkur í hjálpina á hliðarstiku vefsins).
Hvert fer ég héðan?
[breyta | breyta frumkóða]Þetta námskeið er viljandi haft knappt en yfirgripsmikið. Það hefur verið stiklað á stóru en ef þú vilt dýpri umfjöllun um hin ýmsu mál þá hafa verið teknir saman nokkrir hlekkir fyrir þig hér að neðan. Í raun líkur námi Wikipediunotanda aldrei þar sem vefurinn er í sífelldri mótun. Allt á honum — þar með talið þetta námskeið — er búið til af sjálfboðaliðum sem einu sinni voru byrjendur. Wikipedia á íslensku er eðlilega fámennara samfélag en flestar tungumálaútgáfurnar og það birtist m.a. í því að minna hefur verið skrifað af hjálparefni og leiðbeiningum en finnst á stærri Wikipedium. Ef þú ert læs á fleiri tungumál getur verið gott að skoða það sem er í boði á þeim tungumálum; flestar reglur og viðmið er í megindráttum eins á öllum Wikipedium.
Ráðleggingar og almennar upplýsingar...
- Fáðu svörin við algengum spurningum.
- Kynntu þér besta alfræðiefnið sem íslenska Wikipedia hefur upp á að bjóða og sem hefur staðist ströng skilyrði.
- Hugtakaskráin hjálpar þér að átta þig á merkingu þeirra orða sem notuð eru á vefnum og í samskiptum notendanna.
- Ertu til í að byrja að skrifa en veist ekki um hvað? Kannski færðu hugmyndir hér eða í stóra listanum.
Regluverkið ...
- Máttarstólpar Wikipediu eru leiðarljós verkefnisins. Allar aðrar „reglur“ eru leiddar af þeim.
- Yfirlit yfir samþykktir og stefnur.
Um greinaskrif...
- „Svindlsíðan“ er með yfirlit yfir helstu merkingar í texta.
- Leiðbeiningar um hvernig skal búa til nýja síðu.
- Skoðaðu handbókina — hún inniheldur almennar leiðbeiningar um uppbyggingu greina.
- Lærðu hvernig á að skrifa betri greinar og hvað felst í hinni fullkomnu grein.
- Samfélagsgáttin er alltaf aðgengileg í hliðarstikunni. Hún kynnir þig fyrir samfélagi notenda íslensku Wikipediu.