Hjálp:Námskeið/Breytingar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Inngangur   Breytingar   Textavinnsla   Tenglar   Heimildaskráning   Spjallsíður   Nokkur mikilvæg atriði   Skráning   Lokaorð    
Smelltu á „Breyta“ flipann til þess að breyta síðunni.

Ef undanskildar eru nokkrar verndaðar síður, þá hafa allar síður á Wikipedia „Breyta“ flipa sem hægt er að smella á og breyta innihaldi síðunnar. Þetta er grundvallareinkenni Wikipediu og veitir þér aðgang til þess að leiðrétta villur og bæta við staðreyndum. Ef þú ætlar að bæta við upplýsingum í grein þá skalt þú vinsamlegast passa að vísa til heimilda. Fullyrðingar sem ekki eru studdar heimildum kunna að verða fjarlægðar. Best er að huga að því strax í upphafi og setja ekki inn neinar staðreyndar án tilvísunar til heimilda.

Þú getur núna æft þig í að breyta síðum með því að fara í sandkassann og smella þar á „Breyta“ flipann. Þá opnast breytingargluggi sem inniheldur texta síðunnar. Þú getur prófað að skrifa eitthvað skemmtilegt eða áhugavert, breytt textanum sem er fyrir eða eytt honum. Þegar þú vilt sjá afraksturinn smellir þú á „Vista síðu“ og þú færð upp breytta síðu!

Breytingarágrip[breyta | breyta frumkóða]

Í leiðbeiningunum hér að ofan var tveimur skrefum sleppt sem þú ættir að temja þér áður en þú ferð að breyta greinum eða öðrum síðum á alfræðiritinu. Smelltu aftur á „Breyta“, settu inn einhvern texta eins og áður en áður en þú vistar skaltu fylgja eftirfarandi aukaskrefum.

Í fyrsta lagi er það talin góð framkoma á Wikipediu að útskýra breytinguna í stuttu máli í reitnum „Breytingarágrip“ sem þú sérð ávallt fyrir neðan breytingargluggann sjálfan. Þetta þurfa ekki að vera nema örfá orð, jafnvel bara eitt. Til dæmis ef þú leiðréttir stafsetningarvillu þá getur þú skrifað „stafsetning“ í breytingarágripið. Ef breytingin þín er smávægileg eins og t.d. leiðrétting á stafsetningar eða innsláttarvillu þá ættir þú líka að haka við kassann þar sem segir „Þetta er minniháttar breyting“ (það er þó aðeins í boði ef þú ert skráð(ur) inn á vefinn). Breytingunni sem þú gerir í sandkassanum í tilraunarskyni gæti t.d. fylgt breytingarágripið „prufa“.

Forskoða[breyta | breyta frumkóða]

Forskoða“ hnappurinn er hægra meginn við „Vista síðu“ og fyrir neðan breytingarágripsgluggann

Í öðru lagi þá ættir þú alltaf að nota „Forskoða“ hnappinn áður en þú vistar síðuna. Eftir að þú ert búin(n) að skrifa inn breytinguna í breytingarglugganum í sandkassanum skaltu smella á „Forskoða“ hnappinn í staðinn fyrir „Vista síðu“. Þannig getur þú séð hvernig síðan kemur til með að líta út áður en þú vistar hana. Allir gera einhverntíman mistök og þessi möguleiki gerir þér kleift að koma auga á þau og leiðrétta áður en þú vistar síðuna. Með því að forskoða líka þegar þú ert að prófa þig áfram með útlit textans er komist hjá því að vista síðuna oft og flækja þannig breytingaskrá síðunnar að óþörfu. Ekki gleyma því samt að vista síðuna eftir forskoðun!

Vista síðuna[breyta | breyta frumkóða]

Ertu búin(n) að skrifa breytingarágrip og forskoða breytingar þínar? Þá er ekkert því til fyristöðu að vista síðuna og halda áfram!


Prófaðu þig áfram í sandkassanum
Áfram í næsta kafla um textavinnslu