Hjálp:Námskeið/Heimildaskráning
Inngangur | Breytingar | Textavinnsla | Tenglar | Heimildaskráning | Spjallsíður | Nokkur mikilvæg atriði | Skráning | Lokaorð |
Fyrr í þessu námskeiði segir: „Ef þú ætlar að bæta við upplýsingum í grein þá skalt þú vinsamlegast passa að vísa til heimilda. Fullyrðingar sem ekki eru studdar heimildum kunna að verða fjarlægðar.“ Best er að nota tilvísanir inni í textanum þannig að einfalt sé fyrir bæði aðra notendur og lesendur að sannreyna það að uppgefin heimild styðji í raun við fullyrðinguna. Passaðu líka upp á það að allar heimildir sem þú vísar til séu áreiðanlegar.
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]Besta leiðin til þess að vísa til heimilda er með því að nota neðanmálsgreinar. Settu bendillinn þar sem þú vilt að heimildin bætist við og smelltu á . Það að bæta við neðanmálsgrein er einfaldast ef þú ert með vefslóð eða einhverskonar auðkenni eins og ISBN bókar, ISSN, DOI eða PMID tímarits. Þú getur yfirleitt fundið auðkennið aftan á bók eða tímariti. Ef þú ert með eitthvað af þessu getur ritillinn fyllt út allar aðrar upplýsingar um heimildina fyrir þig. Það eina sem þú þarft að gera er að skrifa eitt af þessu, smella á "Fletta upp" og ýta á "Setja inn". Ef þú ert ekki með þessar upplýsingar eða ef þessi aðferð virkaði ekki, haltu áfram að lesa.
Önnur leið er að smella á flipann "Handvirkt" undir heimildar takkanum. Þaðan velur þú bókar eða vefheimild, eftir því sem við á. Þá færð þú upp eyðublað sem þú fyllir upp með upplýsingum um heimildina. Sumir af reitunum eru með tákn sem útskýra hvað eigi að setja í þá. Þeir reitir sem merktir eru með stjörnu þarf að fylla út. Þegar þú hefur fyllt út eins mikið af reitunum og þú getur, smelltu þá á "Setja inn".
Eftir að þú hefur notað einhverja af þessum aðferðum kemur fram tala í yfirskrift þar sem bendillinn er. Þessi sama tala kemur einnig fram neðst í greininni, með þeim upplýsingum sem þú annaðhvort settir inn eða fundust með sjálfvirku aðferðinni.
Til þess að endurnota heimild þá smellir þú enn aftur á "Heimild" takkann, velur "Endurnota" og velur þá heimild sem þú vilt nota aftur.
Það er ekki mælt með því að nota eingöngu vefslóð án frekari lýsingar þar sem vefurinn er síbreytilegur vettvangur og erfitt getur reynst að finna heimildina aftur ef tengillinn hættir að virka af einhverri ástæðu.
Á Wikipediu er mikið notast við heimildir af veraldarvefnum en það er þó ekkert skilyrði eða betur séð en aðrar heimildir. Heimildin getur allt eins verið bók, vísindagrein, tímaritsgrein, frétt í dagblaði, heimildamynd eða eitthvað annað og í öllum tilfellum getur þú tilgreint hana í eyðublaðið. Ef þú ert að nota Wikipediu sem heimild, afritaðu þá heimildirnar sem eru notaðar þar. Wikipedia getur ekki verið heimild fyrir sjálfri sér.
Kynntu þér nánari leiðbeiningar um heimildaskráningu og kaflann um heimildavísun í handbókinni þar sem fjallað er um hin ýmsu snið sem auðveldað geta þér heimildaskráninguna. Þess er ekki krafist að þú notir sniðin frekar en að skrifa upp heimildavísunina en það er að minnsta kosti æskilegt að hafa sömu vinnubrögð við allar heimildir innan sömu greinar.
Tenglar á aðra vefi
[breyta | breyta frumkóða]Greinar á Wikipediu hafa gjarnan sérstakan undirkafla fyrir tengla á aðra vefi. Þessi kafli er fyrir tengla á vefsíður sem eru áreiðanlegar og sannarlega tengdar efni greinarinnar. Fjölda þessara tengla ætti að halda í lágmarki þannig að ef þú ert með vefsíðu í huga sem ætti heima undir þessum kafla en tveir til þrír tenglar eru þar fyrir þá ættir þú sennilega að spyrja fyrst á spjallsíðu greinarinnar hvort að tengillinn þinn eigi erindi í greinina.
Tenglar á vefi utan Wikipediu er búnir til með því að ýta á og velja flipann "ytri tenglar".