Hjálp:Námskeið/Heimildaskráning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Inngangur   Breytingar   Textavinnsla   Tenglar   Heimildaskráning   Spjallsíður   Nokkur mikilvæg atriði   Skráning   Lokaorð    

Fyrr í þessu námskeiði segir: „Ef þú ætlar að bæta við upplýsingum í grein þá skalt þú vinsamlegast passa að vísa til heimilda. Fullyrðingar sem ekki eru studdar heimildum kunna að verða fjarlægðar.“ Best er að nota tilvísanir inni í textanum þannig að einfalt sé fyrir bæði aðra notendur og lesendur að sannreyna það að uppgefin heimild styðji í raun við fullyrðinguna. Passaðu líka upp á það að allar heimildir sem þú vísar til séu áreiðanlegar.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

Einfaldasta leiðin til þess að vísa til heimilda er með því að nota neðanmálsgreinar. Það er einfalt að búa til neðanmálsgrein með wikimáli með því að nota ref merkin í kringum heimildina svona:

<ref>Heimildin þín</ref>

Ef þú ert að setja fyrstu neðanmálsgreinina inn í greinina þá þarftu einnig að setja inn merkingar sem segja hugbúnaðinum hvar neðanmálsgreinarnar eiga að birtast. Sú merking lítur svona út:

<references/>.

Þessi merking ætti að vera beint fyrir neðan fyrirsögnina == Heimildir ==. Ef hún er ekki til þá þarft þú að bæta henni við neðst í greininni en þó fyrir ofan liðinn „Tenglar“ ef slík fyrirsögn er fyrir í greininni.

Eftir að þú vistar breytingar þínar birtast ref merkin sem þú settir inn sem tilvísanir í textanum (svona: [1]) en textinn á milli „ref“ merkjanna birtist sem neðanmálsgrein neðst í greininni (þar sem <references/> merkið var staðsett).

Ef heimildin sem þú setur á milli „ref“ merkjanna er vefsíða utan Wikipediu þá skaltu setja vefslóðina innan einfaldra hornklofa ásamt texta sem birtist lesandanum sem tengillinn. Sýnidæmi:

<ref>[http://www.eyjan.is/grein.html Eyjan]</ref>

Mælt er með því að gefa upp ítarlegri upplýsingar en þetta um heimildina þína. Hér er dæmi um ítarlegri neðanmálsgrein:

<ref>Nafn höfundar, [http://www.eyjan.is/grein.html „Greinartitill“], ''Eyjan'', dagsetning</ref>

Það er ekki mælt með því að nota eingöngu vefslóð án frekari lysingar þar sem vefurinn er síbreytilegur vettvangur og erfitt getur reynst að finna heimildina aftur ef tengillinn hættir að virka af einhverri ástæðu.

Á Wikipediu er mikið notast við heimildir af veraldarvefnum en það er þó ekkert skilyrði eða betur séð en aðrar heimildir. Heimildin getur allt eins verið bók, vísindagrein, tímaritsgrein, frétt í dagblaði, heimildamynd eða eitthvað annað og í öllum tilfellum getur þú tilgreint hana á milli „ref“ merkjanna eins og lýst hefur verið hér að framan. (Athuga skal að aðrar greinar á Wikipediu eru ekki nothæfar heimildir því Wikipedia getur ekki verið heimild fyrir sjálfri sér.)

Fyrir neðan eru sýnidæmi um hvernig vísanir í texta og neðanmálsgreinar líta út í greinum (smelltu á „sýna“ til þess opna dæmin).

Kynntu þér nánari leiðbeiningar um heimildaskráningu og kaflann um heimildavísun í handbókinni þar sem fjallað er um hin ýmsu snið sem auðveldað geta þér heimildaskráninguna. Þess er ekki krafist að þú notir sniðin frekar en að skrifa upp heimildavísunina en það er að minnsta kosti æskilegt að hafa sömu vinnubrögð við allar heimildir innan sömu greinar.

Tenglar á aðra vefi[breyta | breyta frumkóða]

Greinar á Wikipediu hafa gjarnan sérstakan undirkafla fyrir tengla á aðra vefi. Þessi kafli er fyrir tengla á vefsíður sem eru áreiðanlegar og sannarlega tengdar efni greinarinnar. Fjölda þessara tengla ætti að halda í lágmarki þannig að ef þú ert með vefsíðu í huga sem ætti heima undir þessum kafla en tveir til þrír tenglar eru þar fyrir þá ættir þú sennilega að spyrja fyrst á spjallsíðu greinarinnar hvort að tengillinn þinn eigi erindi í greinina.

Tenglar á vefi utan Wikipediu er búnir til með því að skrifa innan hornklofa vefslóðina, eitt bil, og textann sem á að birtast sem tengillinn. Dæmi:

[http://www.dæmi.is/ Vefsíðan]

Birtist sem:

Vefsíðan


Prófaðu þig áfram í sandkassanum
Næst verður fjallað um spjallsíður