Hjálp:Námskeið/Tenglar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Inngangur   Breytingar   Textavinnsla   Tenglar   Heimildaskráning   Spjallsíður   Nokkur mikilvæg atriði   Skráning   Lokaorð    

Tenglar á milli Wikipedia greina eru gríðarlega mikilvægir. Þeir gera lesandanum kleift að hoppa á milli greina og kynna sér nánar tengd efni út frá því sem þeir eru að lesa en það eykur verulega notagildi Wikipediu.

Hvernig á að tengja[breyta | breyta frumkóða]

Til þess að búa til tengil á að aðra Wikipediasíðu (wikitengill), þá setur þú orðið innan tvöfaldra hornklofa:

[[Sandkassi]]

Eftir að þú vistar breytinguna sér lesandinn það svona: Sandkassi

Ef þú vilt tengja í grein, en láta eitthvað annað en nafn greinarinnar standa sem tengil þá notar þú pípu „|“ (á íslensku lyklaborði AltGr + < á Windows en Alt + h á OS X) og skrifar orðið eins og það á að birtast fyrir aftan hana. Þetta er gagnlegt á íslensku þar sem titlar greinar eru alltaf í nefnifalli en orð sem gerð eru að tenglum geta staðið í öllum föllum. Dæmi:

[[Hestur|hestunum]]

Lesandinn sér: hestunum

Sömuleiðis er hægt að búa til tengil á tiltekinn kafla á síðu:

[[Hestur#Atferli|Atferli hesta]]

Lesandinn sér: Atferli hesta

Þú getur látið tengilinn birtast skáletraðan eða feitletraðan með því að setja úrfellingarmerki í kringum tvöfalda hornklofann eins og sést hér:

''[[Sjálfstætt fólk]]''

Lesandinn sér: Sjálfstætt fólk

Áður en þú vistar breytingar skaltu vera viss um það að tenglarnir þínir bendi á þá grein sem þú ætlaðir þér. Til dæmis bendir Hekla á fjallið Heklu en Hekla (mannsnafn) á mannsnafnið. Jafnfram eru til aðgreiningarsíður sem ekki teljast til greina heldur eru þær síður sem innihalda tengla á greinar með svipuð heiti. Sumar þeirra bera titla sem gera þær augljóslega að aðgreiningarsíðu, eins og Ásgarður (aðgreining) en aðrar bera aðeins nafn þess sem þarfnast aðgreiningar, t.a.m. Mars. Það er gagnlegt að nota píputengla þegar tengja á í slíkar síður. Mars (reikistjarna) lítur ekki jafn vel út í texta og Mars en báðir tenglarnir opna sömu síðuna.

Hvenær skal tengt[breyta | breyta frumkóða]

Það er gagnlegt að hafa tengla í greinum en of margir geta þó verið truflandi. Algengt er að inngangur greinar hafi fleiri tengla en aðrir hlutar hennar. Yfirleitt ætti að vera nóg að tengja í grein um tiltekið hugtak þegar það kemur fyrst fyrir í greininni. Þú ættir jafnframt að forðast að tengja í almenn og algeng orð eins og „ríki“ eða „heimur“ jafnvel þó að greinar um þau fyrirbæri séu til á Wikipediu.

Þú getur skoðað aðrar greinar til þess að átta þig betur á því hvenær viðeigandi er að tengja og hvenær ekki. Gæðagreinar og úrvalsgreinar ættu að gefa góða mynd af því hvernig góð Wikipedia grein lítur út.

Flokkar[breyta | breyta frumkóða]

Þú getur einnig sett greinina í flokk með öðrum sem fjalla um skylt efni. Neðst í greininni skrifar þú þá [[Flokkur:]] þar sem nafn flokksins kemur á eftir tvípunktinum. Dæmi: [[Flokkur:Wikipedia hjálp]]

Það er mjög mikilvægt að setja greinar í rétta flokka þannig að aðrir geti auðveldlega fundið þær. Besta leiðin til þess að finna réttu flokkana er að fletta upp greinum sem fjalla um svipuð málefni og kanna í hvaða flokka þær hafa verið settar. Ef þú skrifar til dæmis grein um tiltekna tegund trés þá getur þú flett upp öðrum tegundum trjáa og séð hvernig þær greinar hafa verið flokkaðar.

Meiri upplýsingar hér: Flokkastaðall
Prófaðu þig áfram í sandkassanum


Næst á dagskrá er heimildaskráning