Hjálp:Námskeið/Tenglar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Inngangur   Breytingar   Textavinnsla   Tenglar   Heimildaskráning   Spjallsíður   Nokkur mikilvæg atriði   Skráning   Lokaorð    

Tenglar á milli Wikipedía greina eru gríðarlega mikilvægir. Þeir gera lesandanum kleift að hoppa á milli greina og kynna sér nánar tengd efni út frá því sem þeir eru að lesa en það eykur verulega notagildi Wikipedíu.

Hvernig á að tengja[breyta | breyta frumkóða]

Innri tengill[breyta | breyta frumkóða]

Til þess að búa til tengil velur þú orð sem á að tengja í. Orðið getur staðið í hvaða falli sem er. Smellt er á . Þá kemur upp gluggi sem gefur þér möguleika á að finna grein á Wikipedia sem þú vilt tengja í. Greinar á íslensku Wikipedíu eru alltaf í nefnifalli.

Áður en þú vistar breytingar skaltu vera viss um það að tenglarnir þínir bendi á þá grein sem þú ætlaðir þér. Til dæmis bendir Hekla á fjallið Heklu en Hekla (mannsnafn) á mannsnafnið. Jafnfram eru til aðgreiningarsíður sem ekki teljast til greina heldur eru þær síður sem innihalda tengla á greinar með svipuð heiti. Sumar þeirra bera titla sem gera þær augljóslega að aðgreiningarsíðu, eins og Ásgarður (aðgreining) en aðrar bera aðeins nafn þess sem þarfnast aðgreiningar, t.a.m. Mars.

Ef um er að ræða útgefið efni frá viðkomandi þá getur þú einnig skáletrað tengilinn eins og farið var yfir á síðunni hér á undan.

Ytri tenglar og flokkar[breyta | breyta frumkóða]

Athugaðu að ytri tenglum er eingöngu bætt við í sérstökum kafla, sem nefnist "ytri tenglar". Ytri tenglum er bætt við á svipaðan hátt, undir sama glugganum er flipinn "ytri tengill" og þaðan er hægt að bæta honum við.

Neðst í greinina er settur tengill í flokk. Í flokka fara greinar um svipuð viðfangsefni. Yfirleitt er fyrsta setning greinar vísbending um í hvaða flokk viðkomandi grein á að fara í. Flokkað er eftir löndum, þjóðerni, fræðigreinum, útgáfuári og þessháttar.

Það er mjög mikilvægt að setja greinar í rétta flokka þannig að aðrir geti auðveldlega fundið þær. Besta leiðin til þess að finna réttu flokkana er að fletta upp greinum sem fjalla um svipuð málefni og kanna í hvaða flokka þær hafa verið settar. Ef þú skrifar til dæmis grein um tiltekna tegund trés þá getur þú flett upp öðrum tegundum trjáa og séð hvernig þær greinar hafa verið flokkaðar.

Hvenær skal tengt[breyta | breyta frumkóða]

Það er gagnlegt að hafa tengla í greinum en of margir geta þó verið truflandi. Algengt er að inngangur greinar hafi fleiri tengla en aðrir hlutar hennar. Yfirleitt ætti að vera nóg að tengja í grein um tiltekið hugtak þegar það kemur fyrst fyrir í greininni. Þú ættir jafnframt að forðast að tengja í almenn og algeng orð eins og „ríki“ eða „heimur“ jafnvel þó að greinar um þau fyrirbæri séu til á Wikipedíu.

Þú getur skoðað aðrar greinar til þess að átta þig betur á því hvenær viðeigandi er að tengja og hvenær ekki. Gæðagreinar og úrvalsgreinar ættu að gefa góða mynd af því hvernig góð Wikipedía grein lítur út.Næst á dagskrá er heimildaskráning