Hjálp:Námskeið/Spjallsíður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Inngangur   Breytingar   Textavinnsla   Tenglar   Heimildaskráning   Spjallsíður   Nokkur mikilvæg atriði   Skráning   Lokaorð    

Spjallsíður eru mikilvægar í starfi Wikipediu þar sem þær gefa notendunum tækifæri til þess að ræða uppbyggingu greina og önnur mál sín á milli. Þessar spjallsíður á ekki að nota sem almennt spjallsvæði, vettvang til þess að útvarpa þinni skoðun á efni greinarinnar eða til rökræðna sem eru Wikipediu óvikomandi.

Ef þú hefur spurningu eða athugasemd varðandi efni greinar eða tillögur til úrbóta á grein, þá ættir þú að koma því til skila á spjallsíðu greinarinnar fremur en í greininni sjálfri. Þú gerir það með því að smella á „Spjall“ flipann sem er efst á siðunni vinstra megin. Ef tengillinn í spjallsíðuna er rauður þá þýðir það að engin spjallsíða er til fyrir greinina enn sem komið er en þér er óhætt að búa hana til.

Ef þú ert að svara athugasemdum frá einhverjum öðrum, þá smellir þú á "[ svara ]" við athugasemdina sem þú ert að svara. Ef þú ert ekki að svara öðrum notendum heldur ætlar að hefja nýja umræðu sjálf(ur) þá er best að gera það með því að smella á „Bæta við umræðu“ flipann sem er ofarlega við hliðina á leitarglugganum þegar þú ert með spjallsíðu opna hjá þér. Sá möguleiki býr sjálfkrafa til nýjan kafla á spjallsíðunni fyrir umræðuna þína. Báðir möguleikarnir bæta sjálkrafa við undirskrift svo aðrir viti að þú hafir gert athugasemdina.

Ef þú ert ekki með skráð notandanafn eða að einhverjum ástæðum ekki skráð(ur) inn á vefinn þá birtist vistfang (IP-tala) þitt í stað notandanafns við undirritun. Vistfangið sést sömuleiðis alltaf í breytingaskrá síðunnar hvort sem þú undirritar athugasemd þína eða ekki. Ef þú vilt forðast það að aðrir notendur geti séð vistfang þitt þá mælum við eindregið með því að þú stofnir notandanafn.

Notandaspjall[breyta | breyta frumkóða]

Allir notendur með notendanafn hafa eigin notandaspjallsíðu þar sem aðrir notendur vefsins geta skilið eftir skilaboð til hans, þar á meðal notendur sem hafa ekki búið til notandanafn. Ef einhver skilur eftir skilaboð til þín á notandaspjallinu þínu þá sérð þú borða þvert yfir skjáinn efst á síðunni þar sem segir „þú hefur fengið ný skilaboð“ með tengli á notandaspjallið þitt.

Tvær leiðir eru til þess að svara skilaboðum sem þér berast. Önnur er að svara á notandaspjalli þess notanda sem sendi þér skilaboðin. Hin leiðin er að svara fyrir neðan skilaboðin á þínu notandaspjalli. Báðar aðferðir eru notaðar á Wikipediu en hætta er á því að svar á þínu eigin notandaspjalli geti farið framhjá notandanum sem hóf samtalið þar sem hann fær þá ekki tilkynningu um svarið. Þetta á þó frekar við á stærri útgáfum Wikipediu en þeirri íslensku þar sem breytingar á íslensku útgáfunni eru alla jafna það fáar að virkir notendur geta auðveldlega haft yfirsýn yfir allar breytingar sem gerðar eru á vefnum. Hvora leiðina sem þu velur, þá getur verið sniðugt að setja tilkynningu efst á notandaspjall þitt um það þannig að notendur sem senda þér skilaboð viti hvers þeir eigi að vænta.

Inndráttur[breyta | breyta frumkóða]

Ef þú vilt frekar nota endri aðferðina á spjallsíðum þá þarft þú að vita um inndrátt. Nýja leiðin sér um það fyrir þig. Inndráttur texta er mikið notaður á spjallsíðum Wikipediu til þess að gera þær læsilegri. Venjan er að draga inn um eitt bil miðað við athugasemdina sem þú ert að svara. Þetta má gera á nokkra vegu:

Einfaldur inndráttur[breyta | breyta frumkóða]

Einfaldasta leiðin til þess að draga inn textann er að setja tvípunkt (:) í upphaf línu. Því fleiri tvípunkta sem þú notar, þeim mun lengri verður inndrátturinn. Ef þú byrjar á nýrri línu með því að ýta á „enter“, þá hverfur allur inndráttur þannig að þú þarft að setja inn sama fjölda tvípunkta aftur ef svarið þitt er nokkrar málsgreinar og þú vilt að þær séu allar jafn langt inndregnar.

Dæmi:

Þessi lína byrjar við vinstri jaðar síðunnar.
: Þessi er inndregin lítillega.
:: Þessi er inndregin meira.

Birtist sem:

Þessi lína byrjar við vinstri jaðar síðunnar.
Þessi er inndregin lítillega.
Þessi er inndregin meira.

Punktalisti[breyta | breyta frumkóða]

Þú getur einnig inndregið textann með listapunktum. Til þess að setja inn punkt skrifar þú stjörnu (*). Listapunktarnir virka eins og inndráttur með tvípunktum að því leyti að því fleiri stjörnur sem þú notar, þeim mun meiri verður inndrátturinn.

Dæmi:

* Fyrsta atriði lista
* Annað atriði lista
** Undiratriði annars atriðis
* Þriðja atriði lista

Birtist svona:

 • Fyrsta atriði lista
 • Annað atriði lista
  • Undiratriði annars atriðis
 • Þriðja atriði lista

Númeraður listi[breyta | breyta frumkóða]

Þú getur einnig notað númeraðan lista. Þá notar þú tölutáknið (#). Þetta er venjulega bara notað í kosningum og skoðanakönnunum. Þetta er notað eins og listapunktarnir þannig að fleiri # merki gera meiri inndrátt.

Dæmi:

# Fyrsta atriði lista
# Annað atriði lista
## Undiratriði annars atriðis
# Þriðja atriði lista

Birtist svona:

 1. Fyrsta atriði lista
 2. Annað atriði lista
  1. Undiratriði annars atriðis
 3. Þriðja atriði lista

Dæmi um umræðu[breyta | breyta frumkóða]

Hér er dæmi um vel uppsetta umræðu:

Hæ. Ég er með spurningu um þessa grein. Ég er nokkuð viss um að geirfuglinn búi bara í Kópavogi. GummiGræni 02:49, 10. október 2011 (UTC)

Já, ég sá nokkra bleika geirfugla þegar ég var þar síðast. — geirfyglið 17:28, 11. október 2011 (UTC)
Þið þurfið að finna einhverjar heimildir fyrir fullyrðingum ykkar. Ég_efast2008 20:53, 11. október 2011 (UTC)
Ekkert mál, þessir aðilar staðfesta það sem ég var að segja:
 • Kopavogspósturinn
 • Geirfuglablogg Guðfinnu
geirfyglið 19:09, 12. október 2011 (UTC)
Þessar heimildir eru ekki áreiðanlegar. Samkvæmt Umhverfisstofnun eru engir (hvorki bleikir né venjulegir) geirfuglar í Kópavogi. Kóp4Life 17:28, 13. október 2011 (UTC)

Ég bý á Fáskrúðsfirði og okkar geirfuglar líkjast hreindýrum! Fyrir neðan eru notendur sem eru sammála mér: Austfirðingurinn 17:28, 15. október 2011 (UTC)

 1. óhreindýr 01:22, 15. október 2011 (UTC)
 2. ÉgStaðfestiAllt 05:41, 15. október 2011 (UTC)
 3. SeinnAðFatta 18:39, 28. mars 2012 (UTC)
Þið þurfið samt að geta vísað á heimild. Munið eftir sannreynanleikareglunni. Kóp4Life 20:56, 29. mars 2012


Ef þú vilt hafa lista í athugasemd þinni þá getur þú bætt við tvípunktum á undan stjörnunum til þess að atriðin komi með réttum inndrætti:

::: Ekkert mál, þessir aðilar staðfesta það sem ég var að segja:
::: * ''Kopavogspósturinn''
::: * ''Geirfuglablogg Guðfinnu''
::: ~~~~

Eins og áður sagði, þá undirritar þú athugasemdir þínar svona:

 • Með því að skrifa ~~~~ færðu undirritun með notandanafni og dagsetningu (geirfyglið 17:28, 11. október 2011 (UTC)).

Það er líka hægt að undirrita með eingöngu notandanafni eða eingöngu dagsetningu en það er sjaldan notað:

 • Með því að skrifa ~~~ færðu bara notandanafn (geirfyglið).
 • Með því að skrifa ~~~~~ færðu bara dagsetningu 17:28, 11. október 2011 (UTC)).

Í staðinn fyrir að prófa þig áfram á sandkassasíðu eins og á fyrri stigum þessa námskeiðs þá skaltu núna smella á „Spjall“ hér fyrir ofan síðuna til þess að komast á spjallsíðu þessar síðu. Þar mátt þú prófa þig áfram með það sem þú hefur lært hér, hvort sem það er að búa til nýja umræðu eða bæta svari við umræðu sem annar notandi hafði stofnað áður. Mundu að nota „Forskoða“-hnappinn áður en þú vistar til þess að sjá hvort uppsetningin virkar rétt hjá þér.

Prófaðu þig áfram á spjallsíðu þessarar síðu.

Aðrar verkefnissíður[breyta | breyta frumkóða]

Auk spjallsíðna fyrir hverja einstaka grein og hvern einstakan notanda eru til staðar sérstakar síður á bak við tjöldin en þær gegna margþættu hlutverki við uppbyggingu Wikipediu. Allar síður á Wikipediu tilheyra einhverju „nafnarými“. Spjallsíður greina tilheyra t.d. „Spjall“-nafnarýminu.

Síður í Wikipedia-nafnarýminu eru upplýsingasíður um Wikipediu og hvernig eigi að nota hana.

Síður í „Snið“-nafnarýminu eru síður sem notaðar eru til þess að birta texta á fleiri en einni síðu. Það sem skrifað er á síðunni Snið:Stubbur birtist á öllum síðum þar sem {{Stubbur}} er sett inn. Hægt er að sjá lista yfir snið sem þó er ekki tæmandi og hvaða notandi sem er getur búið til ný snið.

Allar þessar síður hafa jafnframt eigin spjallsíður. Spjallsíða sniðs hefur til dæmis forskeytið „sniðaspjall“.

Sjá frekari upplýsingar um nafnarými.


Næst verður farið yfir nokkur mikilvæg atriði.