Hainaut
Fáni | Skjaldarmerki |
---|---|
Upplýsingar | |
Höfuðborg: | Mons |
Flatarmál: | 3.786 km² |
Mannfjöldi: | 1.300.097 (1. janúar 2008) |
Þéttleiki byggðar: | 343/km² |
Vefsíða: | [1][óvirkur tengill] |
Lega | |
Hainaut (hollenska: Henegouwen, vallónska: Hinnot) er hérað í Belgíu. Það er í Vallóníu og er vestasta frönskumælandi hérað landsins. Höfuðborgin heitir Mons.
Lega og lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Hainaut liggur nokkuð vestarlega í Belgíu og á löng landamæri að Frakklandi í suðri. Fimm önnur belgísk héruð liggja að Hainaut: Vestur-Flæmingjaland, Austur-Flæmingjaland, Flæmska Brabant, Vallónska Brabant og Namur. Hainaut á eitt útsvæði aðeins fyrir vestan móðurlandið en það er svæðið Comines-Warneton sem er landlukt á milli Frakklands og Vestur-Flæmingjalands. Hainaut er 3.786 km2 að stærð og er sem slíkt þriðja stærsta hérað Belgíu. Það er allt saman láglent og þar er stundaður mikill landbúnaður. Íbúar eru frönskumælandi.
Söguágrip
[breyta | breyta frumkóða]Hainaut varð til árið 1795 er Frakkar hertóku Niðurlönd. Héraðið var þá innlimað í Frakkland og Frakkar bjuggu til sérstaka sýslu úr því og nærliggjandi svæði sem þeir kölluðu Jemmape. Þegar Frakkar hurfu úr landi eftir fall Napóleons 1814 varð Hainaut sérstakt hérað í konungsríki Niðurlanda. Þegar Belgía varð sjálfstætt ríki 1839 varð Hainaut að héraði í nýja landinu og hlaut þá núverandi landamerki. Heitið Hainaut er dregið af ánni Haine (Hene á hollensku).
Borgir
[breyta | breyta frumkóða]Hainaut er skipt niður í sjö sýslur og 49 sveitarfélög. Stærstu borgir í Hainaut:
Röð | Bær | Íbúar | Ath. |
---|---|---|---|
1 | Charleroi | 203 þúsund | |
2 | Mons | 92 þúsund | Höfuðborg héraðsins |
3 | La Louvière | 78 þúsund | |
4 | Tournai | 69 þúsund | |
5 | Mouscron | 55 þúsund | |
6 | Châtelet | 36 þúsund | |
7 | Binche | 33 þúsund | |
8 | Courcelles | 30 þúsund | |
9 | Ath | 28 þúsund |
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Hennegau“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. október 2012.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Hainaut (province)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. október 2012.