Hamstur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Hamstrar eru nagdýr (rodent) það eru til alls konar tegundir til dæmis Campbell, Winter White og Roborovski þessar tegundir eru frá Rússlandi. Það eru til bæði litlir og stórir hamstrar, loðhamstrar og venjulegir hamstrar. Hamstrar lifa yfirlett í 3 - 4 ár en roborovski lifa lengst af þessum tegundum. Hömstrum líður best á þurrum stöðum til dæmis eyðimörkum.

Hamstrar eru algeng gæludýr um allan heim. Algengustu sjúkdómar hamstra eru augnsýkingar, maurar og lýs, kvef og lungnasýkingar. Hamstrar éta nýtt gras, hey, hrátt grænmeti og ávexti. Melónur og sellerí þykja hömstrum góðir aukabitar. Auk þess þurfa þeir korn á hverjum degi. Þeir þurfa að hafa fóður allan sólarhringinn og alltaf skal haft ferskt vatn hjá þeim. Til eru margar tegundir af hömstrum, en algengustu tegundirnar eru dverghamstrar og gullhamstrar.

Hamstrar lifa villtir í Evrópu og Asíu, við ár þar sem þeir grafa sér göng. Hamstrar sofa á daginn en hreyfa sig á nóttunni og þarf að taka tillit til þess þegar þeim er valinn staður á heimili. Best er að búrin séu sem stærst.