Henry Steel Olcott
Henry Steel Olcott (2. ágúst 1832 – 17. febrúar 1907) var bandarískur ofursti, blaðamaður, lögfræðingur, frímúrari og meðstofnandi og fyrsti forseti Theosophical Society (Guðspekifélagsins).
Sem blaðamaður skrifað Olcott margar greinar og frásagnir um dulspeki og önnur andleg fyrirbæri, sérstaklega tengd spíritisma. [1]
Árið 1875 hafði hann fumkvæði, ásamt Helenu Blavatsky, að stofnun Theosophical Society í New York og var forseti þess til dauðadags. Fyrstu árin voru höfuðstöðvar félagsins í New York en árið 1882 voru þær fluttar á núverandi stað í Adyar, Madras á Indlandi.[2]
Helena Blavatsky flutti til London, þar sem hún lést árið 1891, en Olcott bjó það sem eftir var ævinnar á Indlandi og vann að þróun guðspekihreyfingarinnar. Olcott lést í Adyar, Madras, 17. febrúar 1907, við andlát hans kaus Guðspekifélagið Annie Besant til að taka við sem forseti og leiðtogi hreyfingarinnar.
Auk Guðspekinnar hafði Olcott sérlegan áhuga á búddisma og skrifað meðal annars trúfræðslurit í formi spurningakvers sem enn er víða notað af búddistum.[3]
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Melton, J. Gordon; Gale (Firm), ritstjórar (2001). Encyclopedia of occultism & parapsychology. Gale eBooks (5th ed. útgáfa). Detroit, Mich: Gale Group. ISBN 978-0-8103-9489-6.
- ↑ The Theosophical Movement, 1875-1950. Cunningham Press, Los Angeles. 1951.
- ↑ Prothero, Stephen. (1995). Henry Steel Olcott and 'Protestant Buddhism'. Journal of the American Academy of Religion LXIII, no 2. bls. 283.