Fara í innihald

Hellsing: The Dawn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hellsing: The Dawn
ヘルシング: The Dawn
(Hellsing: The Dawn)
Tegund Sagnfræðilegt
Hasar
Ofurnáttúrulegt
Manga: Hellsing: The Dawn
Skrifað af Kouta Hirano
Útgefandi Young King OURs
Gert að seríu í Ekki enn gert að seríu.
Upphafleg útgáfa 2001 – enn í gangi
Fjöldi bóka 6 kaflar

Hellsing: The Dawn (enska fyrir „Hellsing: Dögunin“) er manga bók, og forsaga mangasögunnar Hellsing eftir Kouta Hirano, sem fjallar um Alucard og Walter C. Dornez er þeir brjótast inn í höfuðstöðvar Millenniums í Varsjá árið 1944 en sagan gerist í seinni heimsstyrjöldinni frá árunum 1944 til 1945.

Dögunin fjallar um hinn 14 ára Walter C. Dornez og Alucard er þeir ráðast á bækistöðvar Millennium stofnuninannar í Varsjá í Póllandi í September 1944 um miðja Uppreisnina í Varsjá í seinni heimsstyrjöldinni.

Faðir Integru, Sir Arthur Hellsing, og Sir Hugh Islands koma einnig fram en Arthur virðist hafa verið klúr og ergjandi fyllibytta (en þó ekki óhæfur) á þeim tíma.

Í fyrsta kaflanum er grunnsöguþráðurinn kynntur. Sköpun uppvakninga, sem eru hinir lifandi dauðu sem nota má í stríði, er greinilega sýnt. Þar kynnumst við líka Walter í fyrsta skipti, sem sjálfsöruggum og nokkuð hrokafullum ungum drengi - tilbúnum að berjast. Einnig kynnumst við helsta vopni Walters, vírum. Þeir Alucard berjast báðir við sterkustu vampírur Milleniums og nokkrar úr fyrrum Hellsing manga bókum, eins og Kapteininn, yngri og fjarsýnari Rip van Winkle og óþekkta veru sem er vafin inn í sárabönd og hefur einfaldlega verið kölluð "Hún" af Lækninum og Majorinum. Það eru uppi vangaveltur um að Hún sé virkilega Zorin Blitz.

"Girlycard"

[breyta | breyta frumkóða]

Í Döguninni hefur Alucard tekið sér form ungrar stúlku en enn er ekki vitað af hverju. Aðdáendur seríunnar hafa meira að segja byrjað að kalla hann "Girlycard".

Dögunin er gefin út með óreglulegu millibili í sérstökum útgáfum af Young King OURs en aðeins sex kaflar hafa verið gefnir út hingað til. Það er heldur ekki vitað hvort dögunin verði einhvern tímann gefin út sem tankōbon eins og upprulegalegu Hellsing mangabækurnar, en ef litið er á það með hliðsjón af vinsældum Dögunarinnar (sem og Hellsings og Kouta Hirano) er líklegt að það verði gert.

Dögunin í Hellsing OVA

[breyta | breyta frumkóða]

Vegna vinsældar bókarinnar, mikilvægi söguþráðarins í sambandi við Hellsing, og það að nokkur atriði úr Döguninni birtust í OVA myndskeiði er talið líklega að Dögunin verði gerð að anime í Hellsing OVA seríunni. Þessar vangaveltur eru styrktar enn frekar með því að Alucard birtist í lok fyrsta OVA þáttarins í stelpulíki.

  • Kafli 1: Chapter 001 - The Dawn 1
  • Kafli 2: Chapter 002 - The Dawn 2
  • Kafli 3: Chapter 003 - The Dawn 3
  • Kafli 4: Chapter 004 - The Dawn 4
  • Kafli 5: Chapter 005 - The Dawn 5
  • Kafli 6: Chapter 006 - The Dawn 6
  Þessi anime/mangagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.