Helgi Hallvarðsson
Helgi Hallvarðsson (fæddur 12. júní 1931 í Reykjavík, látinn 15. mars 2008 í Reykjavík) var skipherra hjá Landhelgisgæslunni.
Helgi lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1954 og varðskipaprófi frá varðskipadeild skólans árið 1962. Þá lauk hann flugumferðarstjóraprófi frá Flugmálastjórn árið 1956, auk ýmissa námskeiða, m.a. hjá bandarísku strandgæslunni, danska sjóhernum og öðrum, tengdum starfsemi Landhelgisgæslunnar.[1]
Helgi starfaði lengst af hjá Landhelgisgæslunni. Hann var stýrimaður á öllum varðskipum og flugvélum hennar árin 1954 til 1963 og skipherra á öllum varðskipum, flugvélum og í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar frá 1964 til 1990. Helgi var oft í fremstu víglínu þegar landhelgin var færð út í 12, 50 og síðar 200 mílur og Íslendingar háðu sín þorskastríð.[2] Hann var vel þekktur meðal Breta og annara þáttakenda í Þorskastíðunum og var gefin ýmis viðurnefni eins og „Mad Helgi“, „The Maddest Axeman“, og „Napoleon of the North“. [3] [4] [5]
Hann hlaut riddaratign orðu Heilags Olavs árið 1974 og riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu 1976 fyrir þátt sinn í Þorskastríðunum.[6]
Heiðursmerki
[breyta | breyta frumkóða]Íslensk Heiðursmerki
[breyta | breyta frumkóða]- Ísland:
- Riddari, Hin íslenska fálkaorða
Erlend Heiðursmerki
[breyta | breyta frumkóða]- Noregur:
- Riddari, Orða Heilags Olavs
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Andlát: Helgi Hallvarðsson“.
- ↑ „Andlát: Helgi Hallvarðsson“.
- ↑ „Gunboat Thor crashes into frigate“. Aberdeen Evening Express. 9. janúar 1976. bls. 1, 9. Sótt 24. júlí 2022 – gegnum British Newspaper Archive.
- ↑ Guðmundur G. Þórarinsson (23. nóvember 1992). „The Maddest Axeman“. Dagblaðið Vísir. bls. 17. Sótt 24. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ Gordon Hughes (12. janúar 1976). „My Napoleon of the North“. Daily Mirror. bls. 5. Sótt 24. júlí 2022 – gegnum British Newspaper Archive.
- ↑ „Andlát: Helgi Hallvarðsson“.