Helgi Þór Ingason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Helgi Þór Ingason (f. 13. febrúar 1965) er íslenskur verkfræðingur og tónlistarmaður og starfar sem prófessor við Háskólann í Reykjavík. Ásamt fræðastörfum og kennslu hefur Helgi Þór meðal annars starfað tímabundið sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og framkvæmdastjóri SORPU og stýrt fyrirtækjunum í gegnum umfangsmikil breytingaferli.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Helgi Þór Ingason fæddist í Reykjavík og foreldrar hans eru Katrín Sigurðardóttir húsmæðrakennari og Ingi Viðar Árnason framhaldsskólakennari. Helgi Þór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1985. Hann lauk CS prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Verkfræðideild Háskóla Íslands 1989, MSc prófi í verkfræði frá sama skóla 1990 og doktorsprófi í vélaverkfræði - með sérhæfingu í framleiðsluferlum í stóriðju - frá Norska Tækniháskólanum í Þrándheimi í árslok 1994. Helgi Þór hefur alþjóðlega vottun sem verkefnastjóri (Certified Senior Project Manager) og hann lauk SCPM prófi í verkefnastjórnun frá Stanford University 2010. Helgi Þór lærði á píanó hjá Jóni Stefánssyni organista og kórstjóra og í Tónskóla Sigursveins og hann nam við Jassdeild Tónlistarskóla FÍH um nokkurra ára skeið.

Helgi Þór er forstöðumaður og leiðandi fyrirlesari í MPM námi við Háskólann í Reykjavík, sem er fjögurra missera meistaranám í verkefnastjórnun. Helstu áherslusvið hans eru verkefnastjórnun, gæðastjórnun, kvik kerfislíkön og nýting endurnýjanlegrar orku. Helgi Þór hefur kynnt rannsóknir sínar á ráðstefnum og í ritrýndum ráðstefnum. Hann er meðhöfundur nokkurra bóka um verkefnastjórnun, vöruþróun og gæðastjórnun. Útgefandi bóka Helga Þórs á Íslandi er Forlagið en erlendis er það Taylor & Francis sem gefur bækur hans út. Hann hlaut heiðurmerki Verkfræðingafélags Íslands árið 2016.

Helgi Þór hefur starfað sem framkvæmdastjóri SORPU, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og dósent við Háskóla Íslands. Hann hefur veitt mörgum fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf undir nafni Nordica ráðgjafar ehf sem hann á og rekur ásamt Dr. Hauki Inga Jónassyni samstarfsmanni sínum. Undir merkjum Nordica hafa þeir félagar haldið úti námsprógramminu Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun síðan árið 2003. Helgi Þór var forstöðumaður rannsókna og áður einn af sex stjórnarmönnum í rannsóknarráði (Research Management Board) IPMA - Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga. Í doktorsnámi sínu vann Helgi Þór að rannsóknum fyrir Íslenska járnblendifélagið á Grundartanga og varð síðar sérfræðingur á rannsókna- og þróunardeild félagsins og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra félagsins og ritari stjórnar.

Í frítíma sínum spilar Helgi Þór á píanó og harmóniku og hann starfaði árum saman með Kór Langholtskirkju. Helgi Þór hefur leikið inn á 6 hljómplötur með þjóðlagasveitinni South River Band og eina hljómplötu með þjóðlagasveitinni Kólgu. Einnig hefur Helgi Þór gefið út hljómdiskinn Gamla hverfið með frumsaminni tónlist.

Heimasíða[breyta | breyta frumkóða]

Helgi Þór heldur úti heimasíðu og þar má m.a. finna bloggsíðu með pistlum sem hann hefur skrifað á undanförnum árum, sumir þeirra hafa birst í Viðskiptablaðinu.

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

Ingason H.T.,Quality management - a project management perspective, Routledge/Taylor & Francis, UK 2020.

Jonasson H.I. & Ingason H.T. Project: Communication, Routledge/Taylor & Francis, UK/New York 2019.

Ingason H.T. & Jonasson H.I., Project: Execution, Routledge/Taylor & Francis, UK 2019.

Jonasson H.I. & Ingason H.T. Project: Leadership, Routledge/Taylor & Francis, UK/New York 2018.

Ingason H.T. and Jonasson H.I., Project: Strategy, Routledge/Taylor & Francis, UK/New York 2018.  

Gunnarsdottir A. H. and Ingason, H.Th. Afburðastjórnun (a textbook on excellence in management). Published by Forlagid in December 2017.

Ingason, H.Th. Gæðastjórnun - samræmi, samhljómur og skipulag (a textbook on quality management). Published by Forlagid in April 2015.

Haukur Ingi Jonasson & Helgi Thor Ingason. Project ethics. Gower. UK. January 2013. (http://www.ashgate.com/isbn/9781409410966)

Helgi Þór Ingason & Haukur Ingi Jónasson. Project management skills - Skipulagsfærni (in Icelandic). JPV publishing, January 2012.

Haukur Ingi Jónasson & Helgi Þór Ingason. Communication skills - Samskiptafærni (in Icelandic). JPV publishing, January  2012.

Helgi Þór Ingason & Haukur Ingi Jónasson. Strategic planning skills (in Icelandic). JPV publishing, August 2011.

Haukur Ingi Jónasson & Helgi Þór Ingason. Leadership skills (in Icelandic). JPV publishing, August 2011.

Nokkrar ritrýndar greinar[breyta | breyta frumkóða]

Helgi Thor Ingason, Thordur V. Fridgeirsson, Haukur Ingi Jonasson: Project Management in Iceland: Expected Future Trends for Project Management and the Project Management Profession. Icelandic Journal of Engineering (Verktækni), Vol. 1, 2020.

Thordur V. Fridgeirsson, Helgi Thor Ingason, Haukur Ingi Jonasson: Project Management in Iceland: Current and Future Importance of Project Management within the Icelandic Economy. Icelandic Journal of Engineering (Verktækni), Vol. 1, 2020.

Helgi Thor Ingason, Thordur V. Fridgeirsson, Haukur Ingi Jonasson: The Evolution of Project Management in Iceland: The Path to a Profession. Icelandic Journal of Engineering (Verktækni), Vol. 1, 2020.

Thordur Vikingur Fridgeirsson, Bara Hlin Kristjansdottir and Helgi Thor Ingason: An alternative risk assessment routine for decision making; Toward a VUCA meter to assess the volatility, uncertainty, complexity and ambiguity of complex projects. IPMA world congress, Mexico 2019. Published by Springer Nature Switzerland AG.

Helgi Thor Ingason, Thordur V. Fridgeirsson and Haukur Ingi Jonasson: Projectification in Iceland measured – a comparison of two methods.  International Journal of Managing Projects in Business. ISSN: 1753-8378.

Yvonne-Gabriele, Schoper, Andreas Wald, Helgi Thor Ingason, Thordur Vikingur Fridgeirsson: Projectification in Western economies: A comparative study of Germany, Norway and Iceland. International Journal of Project Management. Vol. 36, No. 1 pp.(71-82), 2018.

Ingason, H. T., & Gudmundsson, G. R. (2018). Is the Flipped Classroom Method Useful for Teaching Project Management? Project Management Research and Practice, 5, ID-5375.

Olafsdottir AH, Stefansson G, Ingason H.Th. (2017). The value of group model building: a stakeholder perspective. International Journal of Productivity and Quality Management 20 (1), 99-115.

Ingason, H., & Jónsdóttir, E. (2017). The house of competence of the quality manager. Cogent Business & Management, 4(1), Cogent business & management, 01 January 2017, Vol.4(1).

Olafsdottir, A. H., Ingason, H. T., & Stefansson, G. (2016). Defining the variables for a dynamic model of quality management in the construction industry: results from stakeholder group model-building sessions. International Journal of Productivity and Quality Management, 19(2), 187-208.

Ingason, H. T. (2015). Best Project Management Practices in the Implementation of an ISO 9001 Quality Management System. Procedia-Social and Behavioral Sciences, 194, 192-200.

Ingason, H. T. (2015). IPMA Code of Ethics and Professional Conduct. International Journal of Project Management, 33(7), 1635.

Ingason, H., & Sigfusson, T. (2014). Processing of Aluminum Dross: The Birth of a Closed Industrial Process. JOM, 66(11), 2235-2242.

Sverrisdottir H.S., Ingason, H. T., & Jonasson H.I. (2014). The Role of the Product Owner in Scrum-comparison between Theory and Practices. Procedia-Social and Behavioral Sciences, 119, 257-267.

Ingason, H., & Sigfusson, T. (2010). Maximizing industrial infrastructure efficiency in Iceland. JOM, 62(8), 43-49.

Ingason, H., & Jónasson, H. (2009). Contemporary knowledge and skill requirements in project management. Project Management Journal, 40(2), 59-69.