Fara í innihald

Blóðtappi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skýringarmynd af blóðtappa sem hefur stíflað æð.
Heilbrigð æð og æð þar sem er æðakölkun.
Skýringarmynd af leysigeislameðferð við blóðtappa í heila.

Blóðtappi eru kekkir sem stífla blóðflæði í æðum. Þeir geta myndast á mismunandi stöðum í líkamanum. Blóðtappar í bláæðum geta myndast vegna hreyfingarleysis þegar vöðvapumpa sem dælir blóði til hjartans er ekki nógu virk og blóð staðnar í æð og myndar litla kekki meðfram æðaveggjum sem sem geta stækkað og síflað æðina. Slíkir blóðtappar eru ekki mjög hættulegir en ef þeir losna verður blóðrek (e. embolism) sem getur borist til hægri hliðar hjarta og þar til lungnaslagæðar en það getur verið banvænt. Blóðtappar geta einnig myndast í slagæðum vegna þess að fituútfellingar eða hörsl (e. plaque) safnast í veggi æða. Ef slíkar fituútfellingar losna getur blóðtappi myndast sem stíflar æð alveg eða að hluta. Það getur leitt til hjartaáfalls, heilablóðfalls og annarra æðasjúkdóma allt eftir staðsetningu blóðtappans.

Blóðtappar geta einnig myndast í hjarta í kjölfar gáttaflökts (e. arterial fibrillation) eða hjartaáfalls. Blóðtappar í fótum geta myndast bæði í slagæðum og bláæðum. Blóðtappar í bláæðum myndast oftast í fótum eða handleggjum og er einkenni þeirra meðal annars bólga, hita, roði og sársauki. Ef hins vegar blóðtappi myndast í slagæð í fæti verður ekki nóg blóðflæði til fótarins, tilfinning og hreyfigeta tapast og fóturinn hvítnar og þessu fylgja miklar kvalir.

  • „Hver eru einkenni blóðtappa í fæti*“. Vísindavefurinn.