Heiðaflóki
Heiðaflóki | ||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||||||
Rhododendron groenlandicum (Oeder) Kron & Judd | ||||||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||||||
|
Heiðaflóki (fræðiheiti: Rhododendron groenlandicum (áður Ledum groenlandicum eða Ledum latifolium),[1] er sígrænn, ilmandi runni með hvítum blómum sem er oft notaður í jurtate.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Þetta er lágvaxinn runni sem verður yfirleitt að 50 sm hár (einstaka sinnum að 2m hár), með sígrænum 20 til 60 mm löngum og 2 til 15 mm breiðum blöðum. Leðurkennd blöðin eru krumpuð að ofan, dökkgræn, og með þétta hvíta til rauðbrúna hæringu að neðan, niðursveigð á jöðrunum. Smá hvít blómin eru mörg í hálfsveipum sem eru nokkrir saman endastæðum klösum, allt að 5 sm í þvermál. Þau eru mjög ilmandi og klístruð.[2]
Litningatalan er 2n = 26.[3]
Grænlenska heitið Qajaasaraq sem er notað yfir tegundina vísar til lögunar blaðanna: "litla" (-araq) "eins og" (-sa-) "kajak" (qajaq).
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Hann finnst tempruðum til heimskautasvæðum Norður-Ameríku (Allsstaðar í Kanada, í Bandaríkjunum í eftirfarandi fylkjum; New England, New York, Pennsylvania, Michigan, Wisconsin, Minnesota, Idaho, Washington, Oregon og Alaska) og í Grænlandi. Hann vex í mýrum og á blautum ströndum, og stundum á grýttum fjallahlíðum.[4]
Nytjar
[breyta | breyta frumkóða]Hann er oft notaður sem krydd í réttum með villibráð.
Fyrir notkun í jurtalækningar skal vísað í Labrador-te.
Safinn úr blöðunum hefur einnig verið notaður gegn moskítóbiti.[5]
Tegundin er lítið eitt ræktuð til skrauts í görðum.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Kron, Kathleen Anne; Judd (1990). „Phylogenetic Relationships within the Rhodoreae (Ericaceae) with Specific Comments on the Placement of Ledum“. Systematic Botany. 15 (1): 67. doi:10.2307/2419016.
- ↑ Peterson, R. T. and McKenny, M. A Field Guide to Wildflowers Northeastern and North-central North America.
- ↑ Erich Oberdorfer: Pflanzensoziologische Exkursionsflora für Deutschland und angrenzende Gebiete. Unter Mitarbeit von Angelika Schwabe und Theo Müller. 8., stark überarbeitete und ergänzte Auflage. Eugen Ulmer, Stuttgart (Hohenheim) 2001, ISBN 3-8001-3131-5, bls. 730.
- ↑ „Rhododendron groenlandicum“. Systematic Botany. Flora of North America. 15: 460. 1990. doi:10.2307/2419016. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. október 2017. Sótt 11. janúar 2019.
- ↑ „So halten Sie die Mücken aus“.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- USDA PLANTS database: Ledum groenlandicum Geymt 5 maí 2013 í Wayback Machine
- Description of Rhododendron groenlandicum at the American Rhododendron Society
- Photograph of Rhododendron groenlandicum plus description at the Washington Native Plant Society
- Rhododendron groenlandicum Geymt 19 maí 2015 í Wayback Machine at the Connecticut Botanical Society