Fara í innihald

Suðureyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hebridseyjur)
Kort af Suðureyjum.
Kort af Skotlandi

Suðureyjar (skosk gelíska: Innse Gall, enska: Hebrides) eru stór eyjaklasi við vesturströnd Skotlands. Eyjarnar skiptast í tvo meginhópa, Innri Suðureyjar og Ytri Suðureyjar. Á milli þeirra er Skotlandsfjörður (skosk gelíska: An Cuan Sgitheanach, enska: The Minch). Byggð á eyjunum nær frá miðsteinöld til okkar daga og hafa íbúarnir verið af ýmsu bergi brotnir, meðal annars gelískumælandi, norrænumælandi og enskumælandi. Þessi fjölbreytni sést af nöfnum eyjanna sem eru úr ýmsum málum sem þar hafa verið töluð. Saman kallast eyjarnar Suðureyjar á norrænum málum til aðgreiningar frá Norðureyjum; Orkneyjum og Hjaltlandseyjum.

Mikið af gelískum bókmenntum og gelískri tónlist í Skotlandi kemur frá eyjunum. Í dag byggist efnahagur eyjanna aðallega á kotbúskap, fiskveiðum, ferðaþjónustu, olíuiðnaði og endurnýjanlegri orku. Í eyjunum eru sums staðar stórir hlutar af stofnum ýmissa sela og sjófugla á Bretlandseyjum.

Eyjarnar í stafrófsröð

[breyta | breyta frumkóða]

Ytri Suðureyjar

[breyta | breyta frumkóða]
Nafn Nafn á ensku Nafn á gelísku
Baleshare Baile Sear
Barrey Barra Barraigh
Benbecula Beinn nam Fadhla
Bjarnarey Berneray Beàrnaraigh
Eiríksey Eriskay Èirisgeigh
Flodday Flodaigh
Fraoch-eilean Fraoch-eilean
Grímsey Grimsay Griomasaigh
Hérað Harris Na Hearadh
Ljóðhús Lewis Leòdhas
Mikla Bjarnarey Great Bernera Beàrnaraigh Mòr
Norður-Uist North Uist Uibhist a Tuath
Scalpay Sgalpaigh na Hearadh
Suður-Uist South Uist Uibhist a Deas
Vatersay Bhatarsaigh

Innri Suðureyjar

[breyta | breyta frumkóða]
Nafn Nafn á ensku Nafn á gelísku
Canna Eilean Chanaigh
Colonsay Colbhasa
Danna Danna
Dýrey Jura Diùra
Easdale Eilean Eisdeal
Egg Eigg Eige
Eilean dà Mhèinn Eilean dà Mhèinn
Eilean Donan Eilean Donnain
Eilean Shona Eilean Seòna'
Eilean Tioram Eilean Tioram
Eiríksey Eriska Ùruisg
Erraid Eilean Earraid
Guðey Gigha Giogha
Guðmundsey Gometra Gòmastra
Hafnarey Tanera Mòr Tannara Mòr
Hrauney Rona Rònaigh
Hrossey Raasay Ratharsair
Hvítey Eilean Bàn
Íl Islay Ìle
Jóna Iona Ì Chaluim Chille
Kjarbarey Kerrera Cearrara
Kola Coll Colla
Langey Lunga Lunga
Lismore Lios Mòr
Lyng Luing An t-Eilean Luinn
Muck Eilean nam Muc
Myl Mull Muile
Rúmey Rùm
Sandey Sanday Sandaigh
Sauðaey Soay Sòdhaigh
Scalpay Sgalpaigh
Seil Saoil
Shuna Siuna
Skíð Skye An t-Eilean Sgitheanach
Stafey Staffa Stafa
Tyrvist Tiree Tiriodh
Úlfey Ulva Ulbha
Ýsey Isle of Ewe Eilean Iùbh
Örfirisey Oronsay Orasaigh
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.