Myl
Útlit
Myl (skosk gelíska: Muile, enska: Mull) er önnur stærsta Innri Suðureyja sem liggja við vesturströnd Skotlands. Flatarmál Myls er 337,97 km² og er það því fjórða stærsta eyja við Skotland. Íbúar eyjunnar voru 2.800 árið 2011 sem er fjölgun frá 2001 er þeir voru 2.667 manns. Á sumrin fjölgar íbúum eyjunnar mikið vegna ferðamannastraums. Flestir íbúar búa í Tobermory.