Halloumi
Halloumi | |
Upprunaland | Kýpur |
---|---|
Svæði, bær | Óþekkt |
Mjólk | Geita og sauðfjár (stundum kúa) |
Gerilsneyddur | Verksmiðjuframleiddur en ekki upprunalegur |
Áferð | Mjúk |
Þroskunartími | Enginn í verksmiðjuframleiðslu |
Halloumi (gríska: χαλούμι, tyrkneska: hellim, arabíska: حلوم ḥallūm) er hefðbundinn ostur frá Kýpur sem er líka vinsæll í Austurlöndum nær og Grikklandi. Nú á dögum er hann framleiddur um allan heim. Halloumi er gerður úr blöndu geitar- og sauðamjólkur, en halloumi blandaður kúamjólk er einnig til. Hann hefur hátt bræðslumark og hentar því bæði til steikingar og grillunar. Halloumi er gerður með ostahleypi og er ólíkur öðrum ostum af því engir sýrumyndandi gerlar eru notaðir við framleiðsluna.
Halloumi er hvítur og mjúkur ostur, með saltbragði, eins og mozzarella. Halloumi er geymdur í eigin mysu blandaðri saltvatni og getur geymst í eitt ár ef hann er frystur við –18°C. Hann er oft skreyttur með myntu til að bæta bragðið. Upprunalega voru myntulaufblöð notuð sem rotvarnarefni, en rotvarnareiginleikar þeirra voru uppgötvaðir af tilviljun. Þess vegna finnast oft lítil myntulaufblöð á halloumi í pökkunum.
Halloumi er notaður í eldamennnsku af því bræðslumark hans er hærra en annarra osta. Hann má steikja eða grilla (til dæmis í saganaki), nota í salöt, eða steikja og borða með grænmeti. Á sumrin borða Kýpurbúar halloumi með vatnsmelónu.