Mozzarella

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mozzarella
Upprunaland Fáni Ítalíu Ítalía
Svæði, bær Campania
Mjólk Kúa eða vatnabuffla
Gerilsneyddur Stundum
Áferð Mjúk
Þroskunartími Enginn

Mozzarella er mjúkur ítalskur ostur sem skiptist í meginatriðum í þrjár tegundir:

  • Mozzarella di Bufala, gerður úr mjólk vatnabuffals,
  • mozzarella fior di latte, gerður úr kúamjólk,
  • reyktur mozzarella

Ferskur mozzarella er yfirleitt hvítur en getur verið gulleitur og fer eftir mataræði dýrsins. Mozzarella er mjúkur ostur og inniheldur mikinn vökva og því er hann yfirleitt snæddur samdægurs. Hann geymist þó ágætlega í saltvatni í eina viku. Nokkrar tegundir mozzarella eru notaðar á pítsur og í lasagna. Insalata Caprese er salat sem inniheldur mozzarella, niðursneidda tómata og basilíku.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.