Half-Life: Alyx

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Half-Life: Alyx
Framleiðsla Valve Corporation
Útgáfustarfsemi Valve Corporation
Leikjaröð Half-Life
Útgáfudagur Windows þann 23. mars 2020 og Linux þann 15. maí 2020
Tegund Fyrstu persónu skotleikur
Sköpun
Handrit Jay Pinkerton

Sean Vanaman Erik Wolpaw Jake Rodkin

Tónlist Mike Morasky
Tæknileg gögn
Leikjavél Seinni Source-leikjavélin
https://www.half-life.com/en/alyx

Half-Life: Alyx er fyrstu persónu skotleikur í sýndarveruleika sem var hannaður og gefinn út af Valve Corporation árið 2020. Hann var gefinn út fyrir Windows-stýrikerfið og Linux-stýrikerfið með stuðningi við flest sýndarveruleikagleraugu. Leikurinn á sér stað fimm árum fyrir Half-Life 2 þar sem leikmaðurinn spilar sem Alyx Vance í verkefni til að ná ofurvopni sem tilheyrir geimveruveldinu Combine. Eins og í fyrri leikjunum inniheldur leikurinn bardaga, þrautir, könnun og hryllingseiginleika. Leikmaðurinn notar sýndarveruleika til að lifa sig inn í umhverfinu og berjast gegn óvinum, með því að nota svokallaðar þyngdaraflshanska (e. gravity gloves) til að ná hlutum úr fjarlægð, á sama hátt og þyngdaraflsbyssan (e. gravity gun) í Half-Life 2.