Valve Corporation
Útlit
Valve Corporation | |
Stofnað | 24. ágúst 1996 |
---|---|
Stofnandi | Gabe Newell og Mike Harrington |
Staðsetning | Bellevue, Washington |
Valve Corporation, einnig þekkt sem Valve Software, er bandarískur tölvuleikjaframleiðandi, útgefandi og dreifingarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Bellevue, Washington. Það er eigandi leikjaveitunnar Steam og leikjanna Half-Life, Counter-Strike, Portal, Day of Defeat, Team Fortress, Left 4 Dead og Dota. Það var stofnað árið 1996 af fyrrverandi starfsmönnum Microsoft, Gabe Newell og Mike Harrington.