Valve Corporation

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Valve Corporation
Stofnað 24. ágúst 1996
Stofnandi Gabe Newell og Mike Harrington
Staðsetning Bellevue, Washington

Valve Corporation, einnig þekkt sem Valve Software, er bandarískur tölvuleikjaframleiðandi, útgefandi og dreifingarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Bellevue, Washington. Það er eigandi leikjaveitunnar Steam og leikjanna Half-Life, Counter-Strike, Portal, Day of Defeat, Team Fortress, Left 4 Dead og Dota. Það var stofnað árið 1996 af fyrrverandi starfsmönnum Microsoft, Gabe Newell og Mike Harrington.