Hailemariam Desalegn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hailemariam Desalegn
ኃይለማሪያም ደሳለኝ ቦሼ
Hailemariam Desalegn - Closing Plenary- Africa's Next Chapter - World Economic Forum on Africa 2011.jpg
Forsætisráðherra Eþíópíu
Í embætti
20. ágúst 2012 – 2. apríl 2018
Persónulegar upplýsingar
Fæddur19. júlí 1965 (1965-07-19) (56 ára)
Boloso Sore, Eþíópíu
StjórnmálaflokkurSuður-eþíópíska lýðræðislega alþýðuhreyfingin
MakiRoman Tesfaye
TrúarbrögðMótmælandi
Börn3
HáskóliHáskólinn í Addis Ababa
Arba Minch-rannsóknarháskólinn
Tækniháskólann í Tampere
StarfStjórnmálamaður

Hailemariam Desalegn (fæddur 19. júlí 1965) er eþíópískur stjórnmálamaður og var forsætisráðherra Eþíópíu frá 20. ágúst 2012 til 15. febrúar 2018.[1] Hann hafði áður gengt stöðu staðgengils forsætisráðherra og utanríkisráðherra í ríkisstjórninni frá 2010. Hann er fyrsti forystumaður í ríkisstjórn Eþíópíu sem er mótmælendatrúar.[2]

Upphafsár[breyta | breyta frumkóða]

Hailemariam fæddist árið 1965 í Boloso Sore héraði Suður-Eþíópíu. Hann er af þjóðflokki Welayta sem aðallega byggja Suður-Eþíópíu. Þar lærði hann og varði stærstum hluta æsku sinnar. Árið 1988 útskrifaðist hann í byggingarverkfræði frá Háskólanum í Addis Ababa. Hann starfaði síðan í tvö ár sem aðstoðarmaður við Arba Minch rannsóknarháskólann. Hann hlaut námsstyrk til að sækja meistaranám í verkfræði við Tækniháskólann í Tampere í Finnlandi. Að námi loknu snéri hann aftur til Eþíópíu og starfaði við ýmis fræðileg verkefni og stjórnunarleg. Hann var forseti Vatnstæknistofnunarinnar við Araba Minch í 13 ár. Þá sótti hann einnig leiðtoganám í Azusa Pacific University, í Kaliforníu, Bandaríkjunum.

Stjórnmálaþátttaka[breyta | breyta frumkóða]

Í lok síðustu aldar hóf hann þátttöku í stjórnmálum sem aðili að Lýðræðis- og byltingarhreyfingu eþíópísku þjóðarinnar (EPRDF) sem er stjórnarflokkurinn. Hann varð varaforseti SNNPR sem er eitt sambandslýðvelda Eþíópíu (2000–2002); og forseti þess frá 2002 til 2006.[3] Árið 2010 var hann gerður að staðgengli forsætisráðherra og utanríkisráðherra [4]

Hann var kjörinn á eþíópíska þingið árið 2005. Hann gegndi síðan ýmsum trúnaðarstörfum fyrir forsætisráðherrann, meðal annars í félagsmálum. Hann veitti aganefnd stjórnarflokksins forstöðu. Þá var hann í framkvæmdastjórn EPRDF og varaformaður frá 2010.

Afsögn[breyta | breyta frumkóða]

Desalegn sagði af sér sem forsætisráðherra í byrjun ársins 2018 í kjölfar nærri tveggja ára stöðugra mótmæla. Þar höfðu þjóðarbrotin Orómó og Amhara verið í fararbroddi. Hundruð höfðu látið lífið í óeirðunum og þúsundir verið teknar höndum.[5] Desalegn er fyrsti leiðtogi í nútímasögu Eþíópíu sem hefur viljugur látið af völdum; forverar hans hafa ýmist dáið í embætti eða verið steypt af stóli.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://www.bbc.com/news/world-africa-43073285
  2. http://www.awrambatimes.com/?p=2702
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. ágúst 2012. Sótt 3. september 2012.
  4. „Opposition dismiss new 'one party' Ethiopian government“, Sudan Tribune, Dags. 6. október 2010 (skoðað 3. septemer 2012)
  5. Kristján Róbert Kristjánsson (5. júní 2018). „Neyðarlögum aflétt í Eþíópíu“. RÚV. Sótt 1. október 2018.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Meles Zenawi
Forsætisráðherra Eþíópíu
(20. ágúst 20122. apríl 2018)
Eftirmaður:
Abiy Ahmed