Fara í innihald

Hailemariam Desalegn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hailemariam Desalegn
ኃይለማሪያም ደሳለኝ ቦሼ
Forsætisráðherra Eþíópíu
Í embætti
20. ágúst 2012 – 2. apríl 2018
ForsetiGirma Wolde-Giorgis
Mulatu Teshome
ForveriMeles Zenawi
EftirmaðurAbiy Ahmed
Persónulegar upplýsingar
Fæddur19. júlí 1965 (1965-07-19) (59 ára)
Boloso Sore, Eþíópíu
StjórnmálaflokkurSuður-eþíópíska lýðræðislega alþýðuhreyfingin
MakiRoman Tesfaye
TrúarbrögðMótmælandi
Börn3
HáskóliHáskólinn í Addis Ababa
Arba Minch-rannsóknarháskólinn
Tækniháskólann í Tampere
StarfStjórnmálamaður

Hailemariam Desalegn (fæddur 19. júlí 1965) er eþíópískur stjórnmálamaður og var forsætisráðherra Eþíópíu frá 20. ágúst 2012 til 15. febrúar 2018.[1] Hann hafði áður gengt stöðu staðgengils forsætisráðherra og utanríkisráðherra í ríkisstjórninni frá 2010. Hann er fyrsti forystumaður í ríkisstjórn Eþíópíu sem er mótmælendatrúar.[2]

Hailemariam fæddist árið 1965 í Boloso Sore héraði Suður-Eþíópíu. Hann er af þjóðflokki Welayta sem aðallega byggja Suður-Eþíópíu. Þar lærði hann og varði stærstum hluta æsku sinnar. Árið 1988 útskrifaðist hann í byggingarverkfræði frá Háskólanum í Addis Ababa. Hann starfaði síðan í tvö ár sem aðstoðarmaður við Arba Minch rannsóknarháskólann. Hann hlaut námsstyrk til að sækja meistaranám í verkfræði við Tækniháskólann í Tampere í Finnlandi. Að námi loknu snéri hann aftur til Eþíópíu og starfaði við ýmis fræðileg verkefni og stjórnunarleg. Hann var forseti Vatnstæknistofnunarinnar við Araba Minch í 13 ár. Þá sótti hann einnig leiðtoganám í Azusa Pacific University, í Kaliforníu, Bandaríkjunum.

Stjórnmálaþátttaka

[breyta | breyta frumkóða]

Í lok síðustu aldar hóf hann þátttöku í stjórnmálum sem aðili að Lýðræðis- og byltingarhreyfingu eþíópísku þjóðarinnar (EPRDF) sem er stjórnarflokkurinn. Hann varð varaforseti SNNPR sem er eitt sambandslýðvelda Eþíópíu (2000–2002); og forseti þess frá 2002 til 2006.[3] Árið 2010 var hann gerður að staðgengli forsætisráðherra og utanríkisráðherra [4]

Hann var kjörinn á eþíópíska þingið árið 2005. Hann gegndi síðan ýmsum trúnaðarstörfum fyrir forsætisráðherrann, meðal annars í félagsmálum. Hann veitti aganefnd stjórnarflokksins forstöðu. Þá var hann í framkvæmdastjórn EPRDF og varaformaður frá 2010.

Desalegn sagði af sér sem forsætisráðherra í byrjun ársins 2018 í kjölfar nærri tveggja ára stöðugra mótmæla. Þar höfðu þjóðarbrotin Orómó og Amhara verið í fararbroddi. Hundruð höfðu látið lífið í óeirðunum og þúsundir verið teknar höndum.[5] Desalegn er fyrsti leiðtogi í nútímasögu Eþíópíu sem hefur viljugur látið af völdum; forverar hans hafa ýmist dáið í embætti eða verið steypt af stóli.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://www.bbc.com/news/world-africa-43073285
  2. http://www.awrambatimes.com/?p=2702
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. ágúst 2012. Sótt 3. september 2012.
  4. „Opposition dismiss new 'one party' Ethiopian government“ Geymt 29 ágúst 2012 í Wayback Machine, Sudan Tribune, Dags. 6. október 2010 (skoðað 3. septemer 2012)
  5. Kristján Róbert Kristjánsson (5. júní 2018). „Neyðarlögum aflétt í Eþíópíu“. RÚV. Sótt 1. október 2018.


Fyrirrennari:
Meles Zenawi
Forsætisráðherra Eþíópíu
(20. ágúst 20122. apríl 2018)
Eftirmaður:
Abiy Ahmed