Hailemariam Desalegn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Hailemariam Desalegn forsætisráðherra Eþíópíu, eins fjölmennasta lands Afríku

Hailemariam Desalegn (fæddur 19. júlí 1965) er eþíópískur stjórnmálamaður og forsætisráðherra Eþíópíu frá 20. ágúst 2012. Hann hafði áður gengt hefur stöðu staðgengil forsætisráðherra og utanríkisráðherra í ríkisstjórninni frá 2010. Hann verður forsætisráðherra fram að kosningum 2015.[1]Hann er fyrsti forystumaður í ríkisstjórn Eþíópíu sem er mótmælendatrúar.[2]

Upphafsár[breyta | breyta frumkóða]

Hailemariam fæddist árið 1965 í Boloso Sore héraði Suður-Eþíópíu. Hann er af þjóðflokki Welayta sem aðallega byggja Suður-Eþíópíu. Þar lærði hann og varði stærstum hluta æsku sinnar. Árið 1988 útskrifaðist hann í byggingarverkfræði frá Háskólanum í Addis Ababa. Hann starfaði síðan í tvö ár sem aðstoðarmaður við Arba Minch rannsóknarháskólann. Hann hlaut námsstyrk til að sækja meistaranám í verkfræði við Tækniháskólann í Tampere í Finnlandi. Að námi loknu snéri hann aftur til Eþíópíu og starfaði við ýmis fræðileg verkefni og stjórnunarleg. Hann var forseti Vatnstæknistofnunarinnar við Araba Minch í 13 ár. Þá sótti hann einnig leiðtoganám í Azusa Pacific University, í Kaliforníu, Bandaríkjunum.

Stjórnmálaþátttaka[breyta | breyta frumkóða]

Í lok síðustu aldar hóf hann þátttöku í stjórnmálum sem er aðili að Lýðræðislegri byltingarhreyfingu Eþíópa (EPRDF) sem er stjórnarflokkurinn. Hann varð varaforseti SNNPR sem er eitt sambandslýðvelda Eþíópíu (2000–2002); og forseti þess frá 2002 til 2006.[3] Árið 2010 var hann gerður að staðgengli forsætisráðherra og utanríkisráðherra [4]

Hann var kjörinn á eþíópíska þingið árið 2005. Hann gegndi síðan ýmsum trúnaðarstörfum fyrir forsætisráðherrann, meðal annars í félagsmálum. Hann veitti aganefnd stjórnarflokksins forstöðu. Þá var hann í framkvæmdastjórn EPRDF og varaformaður frá 2010.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]