Fara í innihald

Höskuldsstaðir (Skagaströnd)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Höskuldsstaðir er bær, kirkjustaður og áður prestssetur á Skagaströnd í Austur-Húnavatnssýslu. Prestssetrið var flutt í kauptúnið á Skagaströnd árið 1964.

Á Höskuldsstöðum sátu ýmsir þekktir prestar fyrr á öldum. Einn hinna þekktustu var séra Einar Hafliðason, sagna- og annálaritari, sem var þar prestur 1334-1343. Síðar á 14. öld var Marteinn Þjóðólfsson prestur á Höskuldsstöðum (d. 1383). Legsteinn úr stuðlabergi, sem líklega hefur verið settur yfir hann, með rúnaáletruninni her : huilir : sira : marteinn : prestr er í kirkjugarðinum og er hann talinn annar elsti legsteinn sem varðveist hefur á landinu.[1]

Árið 1722 varð prestur á Höskuldsstöðum Stefán Ólafsson, faðir Ólafs Stefánssonar stiftamtmanns og ættföður Stephensenættar. Hann drukknaði í Laxá 17. apríl 1748.

Núverandi kirkja á Höskuldsstöðum var vígð 1963.

Björn Bjarnason bæjarfulltrúi í Reykjavík fæddist á Höskuldsstöðum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Rúnaristur á Íslandi. Árbók hins íslenzka fornleifafélags, 96. árgangur, 2000-2001.
  • Kirkjur á Norðurlandi vestra. Ferðavefur Norðurlands vestra, skoðað 26. október 2010“.
  • Höskuldsstaðakirkja. Á vefnum kirkjukort.net, skoðað 7. nóvember 2010“.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.