Laxá í Refasveit
Útlit
Laxá í Refasveit er dragá í Austur-Húnavatnssýslu. Hún á upptök á Laxárdal fremri, löngum, grösugum dal sem liggur samhliða Langadal, austan Langadalsfjalls. Þar voru áður um tuttugu bæir en nú er dalurinn nær allur kominn í eyði.
Við Skrapatungurétt rennur Norðurá í Laxá ofan úr Norðurárdal og þar sveigir Laxá til vesturs og rennur út í Húnaflóa í Laxárvík í Refasveit. Vegurinn yfir Þverárfjall til Sauðárkróks liggur meðfram Laxá að ármótunum en síðan með Norðurá. Neðan við þjóðveginn sem liggur út á Skagaströnd rennur Laxá í gljúfri og þar var áður brú þar sem þrengst er. Heitir það Ámundahlaup. Þar er nú laxastigi.