Fara í innihald

Herjadalur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Härjedalen)
Staðsetning.
Kort.

Herjadalur (sænska: Härjedalen) er sögulegt hérað í mið-Svíþjóð. Stærð þess eru um 12.000 ferkílómetrar og eru íbúar um 9.700 (2018). Héraðið tilheyrði Noregi en féll til Svíþjóðar með Brömsebro-samningnum árið 1645. Um 80% af héraðinu er í yfir 500 metra hæð og eru engar stærri borgir þar. Sveg er með stærri þéttbýlisstöðum. Sånfjället-þjóðgarðurinn er í Herjadal.