Hálogaland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hálogaland um árið 1000 e.Kr.

Hálogaland eða Hålogaland er gamalt nafn á landsvæði norðarlega í Noregi. Á 9. og 10. öld var það nafn á sjálfstæðu smákonungdæmi sem náði yfir hluta af Tromsfylki, Nordland og suður í Norður-Þrændalög, það er að segja þann hluta Norður-Noregs sem byggður var norrænum mönnum. Norðan við Hálogaland var Finnmörk, þar sem Samar bjuggu. Það virðist líka hafa náð langt til austurs, inn í Norður-Svíþjóð og Finnland. Hálogaland er oft nefnt í Íslendinga- og Noregskonungasögum.

Nú á dögum er heitið Hálogaland oft notað yfir fylkin Nordland, Troms og Finnmörk, til dæmis eru biskupsdæmi og dómstólar í Norður-Noregi kennd við Hálogaland.

Samkvæmt fornaldarsögum norðurlanda er uppruni heitisins sá að það náði yfir ríki konungs að nafni Logi sem hlaut viðurnefnið 'há' fyrir einhverra hluta sakir.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.