Gunnhildur Hauksdóttir
Gunnhildur Hauksdóttir (f. Reykjavík 1972) er íslenskur myndlistarmaður. Hún nam myndlist við Listaháskóla Íslands og fékk þaðan BFA gráðu árið 2001. Þaðan lá leið hennar til Amsterdam í Hollandi en þar tók hún MFA gráðu sína í myndlist árið 2005. Hún hefur búið og starfað í Berlín, Þýskalandi en er nú búsett í Reykjavík og starfar þar að myndlist sinni. Faðir Gunnhildar er Haukur Halldórsson listamaður og móðir hennar er Sigrún Kristjánsdóttir, sjúkraliði. Sonur Gunnhildar er Matthías Tryggvi Haraldsson, leikskáld[1] og liðsmaður hljómsveitarinnar Hatari.
Listrænn ferill
[breyta | breyta frumkóða]Gunnhildur hefur sýnt víða og alþjóðlega, þar með talið á Feneyjatvíæringinum árið 2016 á Collateral Event sem hét Silver Lining[2] með verkið Abstand. Hún sýndi verkið Samsæti heilagra í samvinnu við Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur m.a. í Listasafni Íslands (Listasafn Íslands, IS 2013). Sýningarnar Stars (Context Gallery Geymt 13 maí 2021 í Wayback Machine, IR 2011) Gjöf mín, yðar hátign (Listasafn Así, IS 2011), Audition (Ace Art Inc CA 2008) vann hún í samvinnu við Kristínu Ómarsdóttur rithöfund, Útúrdúr útgáfa gaf út bók[3] um samstarfið. Hún hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra samsýninga og vinnur jöfnum höndum í þrívíða miðla, myndband og hljóð, auk þess sem hún gerir gjörninga og blandar þessum miðlum saman í innsetningar sínar.
Störf í þágu lista
[breyta | breyta frumkóða]Gunnhildur situr í stjórn Safnasafnsins og hún sat í stjórn Nýlistasafnsins frá 2010-2014 og veitti formennsku í fjögur ár. Gunnhildur er stundakennari við Listaháskóla Íslands, hún hefur átt sæti í listrænni stjórn Sequences listahátíðarinnar 2011 og hefur haft umsjón með fyrirlestraröðum á vegum hátíðarinar í samvinnu við Listaháskóla Íslands, hefur skipulagt málþingið Archive on the Run og ristýrt samnefndri bók á vegum Nýistasafnsins og fyrirlestraröð þýska heimspekingsins Marcus Steinweg um samband myndlistar og heimspeki í samvinnu við Félag áhugamanna um heimspeki, Listfræðifélagið, Nýlistasafnið og Listaháskóla Íslands. Þá hefur hún átt sæti í ritnendum, m.a. ristýrði hún og átti framlag í Archive on the Run og Grasrót VI, Hún hefur átt sæti í nefndum, skipulagt fyrirlestra, málþing, sýningar og gjörninga.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Heimasíða
- Ferilskrá; Listasafn Reykjavíkur Geymt 7 ágúst 2011 í Wayback Machine
- D-salur; Listasafn Reykjavíkur Geymt 7 ágúst 2011 í Wayback Machine
- Fyrirlestur; Listaháskólinn
- Umfjöllun; af ArtNews.is Geymt 4 september 2011 í Wayback Machine
- Gunnhildur Hauksdóttir; af Sequences.is[óvirkur tengill]
- [1]
- [2] Geymt 10 janúar 2014 í Wayback Machine
- ↑ „Matthías Hatari og Eva Rún eru nýju leikskáld Borgarleikhússins“. DV. 6. mars 2020. Sótt 8. nóvember 2022.
- ↑ „Gunnhildur Hauksdóttir“. The Silver Lining (bandarísk enska). 6. október 2015. Sótt 8. nóvember 2022.
- ↑ „Kristín Ómarsdóttir – Leikprufan; Gjöf mín, yðar hátign, Stjörnur / Audition; My Gift, Your Excellency; Stars | Bókmenntavefur“. Bókmenntaborgin - Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. 18. febrúar 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. nóvember 2022. Sótt 8. nóvember 2022.