Hvítblæði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Beinmergur úr sjúklingi með bráðahvítblæði

Hvítblæði er flokkur krabbameina sem eiga vanalega upptök sín í beinmergnum. Í blóðinu finnst svo mikið af óeðlilegum og vanþroskuðum hvítum blóðfrumum.[1] Einkenni eru vanalega blæðing, marblettir, þreytutilfinning, hiti, og veikindagirni, og sjá má að öll þessi einkenni tengjast því að maður er ekki með nægilegt magn af eðlilegum blóðfrumum. Hvítblæði má greina með blóðprufu eða beinmergsástungu.[2]

Beinar orsakir hvítblæðis eru ekki þekktar, en talið er að sjúkdóminn megi rekja til samblöndu erfða- og umhverfisþátta. Áhættuþættir eru meðal annars reykingar, jónandi geislun, ákveðin efni eins og bensen, fyrri saga um krabbameinsmeðferð, og Downs-heilkenni.[3]

Til eru margar mismunandi gerðir, helstu gerðirnar eru:

  • Brátt eitilfrumuhvítblæði
  • Hægfara eitilfrumuhvítblæði
  • Brátt mergfrumuhvítblæði
  • Hægfara mergfrumuhvítblæði

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hvað er hvítblæði og hver eru einkennin?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvernig er hvítblæði meðhöndlað?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað er bráðahvítblæði og hvað er gert við því?“. Vísindavefurinn.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Leukemia“. NCI. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. maí 2014. Sótt 13. júní 2014.
  2. „What You Need To Know About™ Leukemia“. National Cancer Institute. 23. desember 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. júlí 2014. Sótt 18. júní 2014.
  3. Hutter, JJ (Jun 2010). „Childhood leukemia“. Pediatrics in Review. 31 (6): 234–41. doi:10.1542/pir.31-6-234. PMID 20516235.
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.