Fara í innihald

Leifur Breiðfjörð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leifur Agnarsson Breiðfjörð (fæddur 24. júní 1945 í Reykjavík) er íslenskur listamaður. Hann hefur starfað í eigin glerstúdói síðan 1968. Leifur er giftur Sigríði Jóhannsdóttur og eiga þau tvo drengi.

Að loknu námi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands hélt hann utan til Skotlands og lagði stund á glerlistanám í The Edinburgh College of Art í Edinborg og síðar í Englandi.

Leifur hefur verið brautryðjandi í íslenskri glerlist og er þekktur hérlendis sem og erlendis fyrir verk sín og hlaut riddarakross Hinnar Íslensku fálkaorðu árið 1995. Sem dæmi um verk hans má nefna steinglersmyndina í Fossvogskapellu sem ber nafnið Píslargangan.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.