Grænukorn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Teikning af plöntufrumu sem sýnir meðal annars grænukorn.

Grænukorn eru frumulíffæri sem framkvæma ljóstillífun og framleiða glúkósa með því að nýta orku úr sólarljósi. Ljóstillífun fer þannig fram að ljósnæma litarefnið blaðgræna geymir orkuna með því að mynda adenósínþrífosfat (ATP) og nikótínamíð adenín tvínúkleótíðfosfat (NADPH) og losar með því súrefni úr vatni í frumunni. Sameindirnar ATP og NADPH eru svo notaðar til að breyta koltvísýringi í glúkósa. Grænukorn finnast aðallega í plöntufrumum og heilkjarnaþörungum. Himna er utan um grænukorn og kallst hún grænukornahimna.