Gotneska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Gotneska
Málsvæði {{{ríki}}}
Heimshluti Ítalíuskaginn, Íberíuskaginn, annarsstaðar í Evrópu
Fjöldi málhafa útdautt
Sæti {{{sæti}}}
Ætt Indó-evrópskt

 Germanskt
  Austurgermanskt
   Gotneska

Skrifletur Gotneska stafrófið
Opinber staða
Opinbert
tungumál
{{{þjóð}}}
Viðurkennt minnihlutamál {{{minnihlutamál}}}
Fyrsta mál
heyrnarlausra
{{{fyrsta mál}}}
Stýrt af {{{stýrt af}}}
Tungumálakóðar
ISO 639-1 got
ISO 639-2 got
ISO 639-3 {{{iso3}}}
SIL {{{sil}}}
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Gotneska er útdautt germanskt tungumál sem Gotarnir töluðu. Tungumálið er aðallega þekkt frá afriti Biblíunnar sem skrifað var á 6. öld, en textinn sjálfur er frá 4. öld. Ritmál Gota var sett saman af Wulfila, sem þýddi Biblíuna á það, og byggist það á því gríska fyrst og fremst en einnig latínuletri og rúnaletri. Gotneska skildi engu lifandi tungumáli eftir sér en hún var á niðurleið frá miðri 6. öld vegna ósigurs Gota í stríðum við Frankana, brottfarar Gota frá Ítalíu og landfræðilegrar einangrunar (á Spáni var gotneska kirkjumál Vesturgota en hún dó út þar þegar þeir skiptu í kaþólsku árið 589).

Gotneska er sérstaklega áhugaverð frá sjónarmiði germanskrar samanburðarmálfræði þar sem gotnesku Biblíutextarnir eru þremur til fjórum öldum eldri en ritaðir textar annara forngermanskra mála, að fáeinum rúnaristum á frumnorrænu undanskildum. Hún hefur því ýmis fornleg einkenni sem höfðu nær eða alveg horfið úr öðrum germönskum málum þegar þau voru fyrst færð í letur. Má þar nefna ósamsetta þolmynd, tvítölu og svonefndar tvöföldunarsagnir.

Lýsingarorð hafa bæði veika og sterka beygingu og laga sig í kyni, tölu og falli eftir þeim nafnorðum sem þau fylgja. Í stað ákveðins greinis koma ábendingarfornöfnin sa, so og þata (sbr. íslensku , og þetta).

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.